Öfgafull þjóðernisstefna beið lægri hlut - ekki víst að þetta hafi eingöngu snúist um ESB

Flokkurinn sem beið lægri hlut í Serbíu er öfga þjóðernisflokkur og formaðurinn eftirlýstur svo annar gegnir stöðu hans núna. Þótt mótframbjóðendur hafi stillt málinu þannig upp að verið sér að kjósa um ESB þá grunar mig að öfgastefnan hafi ekki átt upp á pallborðið hjá öllum, burtséð frá afstöðunni til ESB.
mbl.is Stuðningsmenn ESB höfðu betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt. Róttæki Flokkur Serbíu er ekki þjóðernissinnaflokkur heldur flokkur sem vill viðhalda sjálfstæði Serbíu. Má segja að hann sé Sjálfstæðisflokkur eins og okkar flokkur hér heima sem hefur einhverra hluta vegna gleymt öllum hugsjónum sínum.

Johnny Rebel 12.5.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við erum greinilega ekki sammála um það. Vera má að margir stuðnignsmenn flokksins uppfylli þessa lýsingu fyrst hann fær fjöldafylgi, en forystan hefur lengst af stutt mun öfgafyllri þjóðernisstefnu en þarna er lýst. Ég er sannarlega ekki á móti sjálfstæðishugsjónum, enda vinstri græn, og sömuleiðis er ég andvíg því að við afsölum okkur sjálfstæði með inngöngu í ESB, fleiri þættir ráða raunar efasemdnum mínum um það bandalag, en þjóðernisöfgar eru mér hins vegar ekki að skapi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 13:29

3 identicon

Ég fann á netinu þráð þar sem Serbneskir þjóðernissinnar ræða flokkinn og þeir virðast ekki telja hann einn af sínum.

http://www.stormfront.org/forum/showthread.php/serbian-radical-party-357536.html

Þú gætir kannski sagt mér nákvæmlega hvað þú telur öfgafullt við flokkinn? 

Johnny Rebel 12.5.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Auðvelt mál. Ég hef fylgst lengi með júgóslavneskum stjórnmálum (og þeirra þjóða sem áður mynduðu Júgóslavíu) og haft sérstakan áhuga á þeim. Innkoma hins raunverulega formanns flokksins, Seselj, sem er undir rannsókn Haag dómstólsins vegna stríðsglæpa, hefur verið áhyggjuefni margra sem láta sér annt um Júgóslavíu. Málflutningur hans er svipaður og málflutningur fleiri öfga-hægriflokka í Mið- og Austur-Evrópu, en ég hef áður fjallað um hliðstæða þróun í Ungverjalandi, sem veldur mörgum ugg. Bæði í Serbíu og Ungverjalandi eru gildar ástæður fyrir því að þessi öfl hafa fengið slíkan framgang. Í ungverjalandi léleg færni stjórnvalda til að takast á við efnahagsvanda og í Serbíu árásir Bandaríkjamanna á landið, sem ég mun aldrei reyna að réttlæta. En eins og víðar þá eru öfgafull þjóðernisöfl að sækja í sig veðrið þegar slíkar aðstæður koma upp. Þegar flokkur telur sína þjóð öðrum æðri, vill útþenslu (þá á ég ekki við Kosovo-málið, það er mjög vafasamt dæmi í alþjóðlegum skilningi) og lítur til eldra konungsríkis sem fordæmis (stuðningsmenn sem kenna sig við chetnikkana, þjóðernissinnaða konungssinna eru hluti af rótum flokksins) þá sé mörg teikn á lofti um öfgafulla þjóðernisstefnu. Og ég er sannarlega ekki ein á þeirri skoðun. Hér að neðan er vísan í yfirlitsgrein á wikipediu, sem hefur að geyma mjög góða linka á frekara lesefni.

Svo vona ég að sem flestir vilji koma fram undir sínu rétta nafni hér á blogginu mínu. Ég ætla að láta þetta duga sem mitt innlegg í orðræðu við nafnlausan einstakling að sinni, en mér eru málefni allra landa fyrrum Júgóslavíu mjög kær og þótt ég vilji sjá Serbíu utan Evrópusambandsins, líkt og Ísland, þá er ég ekki til í að sjá hvaða öfl sem er halda þar í stjórnartaumana. Reyndar bendir flest til að mér verði ekki að þeirri ósk minni því smáflokkar muni frekar halla sér að þjóðernissinnum en krötunum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Serbian_Radical_Party

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 14:30

5 identicon

Þjóðernishyggja er reyndar skilgreind á ýmsa vegu enda orðið frekar víðtækt en það sem ég á nú er hvort Serbneski Flokkurinn hafi eitthvað verið með þessi svokölluðu "far-right" stefnumál eins og fækkun innflytjenda, dauðarefsingar og fleira á stefnuskrá sinni?

Sjálfstæðisflokkar innbyggja reyndar oft í þjóð sína að hún sé öðrum betri og fleira í þeim dúr til að ná stefnumálum sínum fram enda er það nauðsynlegt þar sem Sjálfstæðisstefnan hefur ekki hljómgrunn ef fólki er sagt að allar þjóðir séu eins með nákvæmlega eins sérkenni.

Hvað varðar nafnleysi, ég bara tek ekki blogg nógu alvarlega til að vilja leggja nafnið mitt við það enda er internetið þekkt fyrir alls kyns vitleysu sem þrífst á því og þeir sem koma fram undir nafni eru oft hræddari við að láta hugmyndir í ljós en þeir sem koma ekki fram undir nafni. Ef fólk vill vita hver ég er þá getur það bara hitt mig og rætt málin. 

Johnny Rebel 12.5.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég er víst ekki svona mikið inni í þessum málum sem þið en ég man að ég las einhvern tíma að þjóðernisstefna Serba á síðustu öld víst, það er komin sú 21. var mjög trúarleg og sérkennileg. Prestar áttu mikinn þátt í mótun stefnunnar og Serbar héldu því fram að Jesú hafi verið Serbi og postularnir líka. Serbar eru fremri öðrum þjóðum og Guði þóknanlegri og tryggari. Lífsmunstur okkar mannanna er ótrúlega flókið

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 12.5.2008 kl. 17:50

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Margir þjóðernisflokkar nærast einmitt á svipuðum mýtum um að þeirra þjóðir séu einstakar og guðs útvaldar. Þáttur prestanna í þjóðernishyggju Serba er á gömlum merg, eins og þú bendir á Tara, og hvílir á sögnum á borð við þessa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 19:48

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já þetta er víst rétt en engu að síður var ég mjög hissa að lesa þetta því mér fannst svo stutt í þennan hugsunarhátt hjá þeim og það kom mér verulega á óvart. Ég þarf að fara sökkva mér meira niður í fræðin svo ég viti hvað ég er að tala um

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 13.5.2008 kl. 16:17

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sama hér, ég er farin að ryðga í júgóslavnesku sögunni sem ég var með sem sérsvið á tímabili, hef reynt að halda mér við, en bara þetta er svo stór saga, gerist svo hratt ... en spennandi! Sá ég ekki um daginn að þú hefðir verið í Bosníu? Það er sá hluti gömlu Júgó sem ég þekki lítið af eigin raun en því meira gengum gamla vini, og reyndar þekki ég Makedóníu heldur ekki, hvorki persónulega né gegnum vini mína. En sagan er spennandi, ekki síst á þessu svæði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.5.2008 kl. 16:52

10 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já ég var í Bosníu í nær 2 mánuði að hausti til, tíminn líður svo að líklega var það árið 2005 en ekki 6, veit eiginlega ekkert hvað fór með þennan áratug og man alls ekki hversu mörg ár eru síðan ég skildi en hvað um það, lífið heldur áfram. Bosníuferðin kom uppá þannig að það hvarflaði ekki að mér að fara en einhvern veginn endaði ég þar samt. Það er saga að segja frá þeirri ferð sem passar eiginlega ekki í svona athugasemd en ég verð að segja að það var mesta ævintýri sem ég hef upplifað og fólkið þar hvert öðru betra við mig. Ég á mikið af myndum þaðan sem ég þarf að setja í tölvuna eða netið og í albúmið svo þeir sem áhuga hafa getið barið þær augum. Ef það er eitthvað sem þú vilt spyrja mig um þá bara gerðu svo vel Anna mín :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 14.5.2008 kl. 17:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband