Miklu meiri sóun en þessi - hvernig verður þessari þróun snúið við?
8.5.2008 | 11:54
Þessi frétt segir ekki frá nema hluta þeirrar gengdarlausu sóunar sem á sér stað. Alltaf af og til berast fregnir af því að fullkomlega heilum matvælum sé hent til að halda markaðsverði uppi og vegna annarra viðskiptalegra hagsmuna. Spurning hvort það er ekki hægt að koma af stað vitunarvakningu á þessu sviði án þess að markaðsöflin tryllist?
Ég hef enga töfralausn á reiðum höndum en ef til væri ,,Góði hirðirinn" sem væri með góðar kæligeymslur þá mætti hugsa sér að framleiðendur og verslanir (þær sem ekki dömpa verði í búðum rétt fyrir seinasta söludag) gætu komið með umframbirgðir sem ekki eiga að fara í sölu þangað. Ég hef ekki heyrt af því að Ikea eða Húsgagnahöllin amist við því að Góði hirðirinn taki við notuðum húsgögnum og selji fyrir lágt verð og noti arðinn til góðra málefna. Vandasamara er að taka við matvælum frá heimilum, alla vega þeim sem eru viðkvæm í geymslu, en það væri ábyggilega hægt að taka við pakka- og dósavöru, til dæmis ef fólk er að taka til í geymslum eða flytja og á mikið magn af slíku (óútrunnu) sem annars færi á haugana. Rétt eins og það er lítið mál að skreppa með nothæf húsgögn í gám Góða hirðisins í Sorpu eða dagblöð og flöskur til endurvinnslu þá væri þetta eflaust eitthvað sem kæmist upp í vana. Og þar sem margar þjóðir standa okkur framar í endurvinnslu (þó held ég ekki Bretar) þá væri ábyggilega hægt að koma svona hugmynd á framfæri víðar, ef hún er ekki þegar komin á kreik.
Yfirþyrmandi magn matvæla á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Athugasemdir
Ástæðan fyrir því að ekki er til góði hirðirinn fyrir matvæli sem eru runnin út er að þá yrði til hópur af fólki sem fengi mat sem væri bara "aðeins" skemdur. Annars flokks fólk sem fær það sem við lítum ekki við og ríkið getur lækkað bæturnar til þessa fólk af því að það étur skemmdan mat.
Heildsalar gefa mat með beyglaðar umbúðir en ekki runnin út í mæðrastyrksnefnd og njóta margir góðs af því
Gunni
gunni 8.5.2008 kl. 12:37