Afskaplega ó-óvænt úrslit í bandinu hans Bubba

Hafi einhver úrslit nokkru sinni verið fyrirsjáanleg þá voru það úrslitin í Bandinu hans Bubba. Þótt mér finnist Arnar miklu skemmtilegri rokkari þá er Eyþór mjög flottur og hæfileikaríkur og ALLIR vissu að hann myndi vinna. Og hvað gerðist? Hann vann!

Þetta hefur verið ágætis skemmtun í vetur og aðallega vegna þess að hæfileikafólk hefur fundið sér ágætan, nýjan, farveg. Björn Jörundur og Villi naglbítur mátulega klikkaðir í hlutverkin sín og margir gestadómaranna bara mjög fínir líka.  Bubbi verið furðu lítið áberandi í þessu, skrýtið að sjá hann vera að máta hlutverk ,,grand old man" en hann ræður þessu. Alla vega hefur þessi ágæta sérviska hans að fá allt sungið á íslensku (fín sérviska sem sagt) valdið því að meira að segja hörðustu Queen textar hafa verið íslenskaðir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég hafði ákveðna fordóma fyrirfram, bara vegna þess að ég fíla ekki "framkomu" Bubba, en er sammála þér, aðrir dómarar fengu að njóta sín og ekki síst keppendurnir. Eyþór átti reyndar hug okkar hér á heimilinu, en ekki vegna þess að hinn væri lélegur. Alls ekki. Eyþór var bara betri, fannst okkur....

Takk fyrir innlitið á mína síðu ..... ég bið að heilsa Ménslí, ef þú einhverntímann rekst á hann aftur!!!

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 02:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bubbi er alltaf að hlutverkast eitthvað.

Horfði á þrjá síðustu og Eyþó var flottur.  Yfirlýsingagleði Bubba er þó með ólíkindum, fyrir viku síðan, að Eyþór væri bestur og allur sá pakki.  Passaði ekki á þessu stigi máls.

Það er svo sem ágætt að textar séu íslenskir en alþjóðaborgarinn í mér fær nett ógeð þegar ég verð vitni að þessum ofsóknum á hendur þeim sem syngja á öðrum tungum.  Mér finnst að fólk geti sungið á kínversku ef það kærir sig um. 

Góðan daginn annars Anna mín, en vá hvað ég er með miklar skoðanir á málefninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst í rauninni að svona keppni eigi að vekja sterk viðbrögð, það er verið að setja fólk í mjög margvíslegar og mismunandi aðstæður og jafnframt hefur gott hæfileikafólk fengið tækifæri á þennan hátt. Umfjöllun getur ekkiv erð nema af hinu góða, ef tónlist á ekki að vekja tilfinningar, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það! 

Verst að ég man ekkert eftir Ménslí, en hann er eftirminnilegur fólkinu í kringum mig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Linda litla

Ég hef ekkert séð af þessum þáttum, en hef heyrt svolítið mikið um þennan Eyþór. Heyrist á flestum að þeir séu ánægðir með úrslitin.

Linda litla, 19.4.2008 kl. 15:47

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eyþór er mjög flottur og Arnar líka. Við eigum ábyggilega öll eftir að heyra mikið af þeim á næstunni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2008 kl. 16:18

6 identicon

Góð helgi það sem af er - bæði Eyþór og Liverpool unnu

Anna Ólafsdóttir (anno) 19.4.2008 kl. 22:13

7 identicon

Þetta hefur verið ágætis afþreying í vetur það er allt of sumt.

Eyrún Gísladóttir 19.4.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Liverpool er náttúrulega að rokka, eins og strákarnir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.4.2008 kl. 02:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dalvíkingar vinna alltaf allt. Það kemur enginn í veg fyrir það.

Þorsteinn Briem, 22.4.2008 kl. 00:07

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Samgleðst ykkur Dalvíkingum innilega!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband