Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þarf Vodafone ekki að ættleiða Dr. Spock?
17.4.2008 | 11:58
Þá er það ljóst að Eurovision er í raun barátta á milli stóru símafyrirtækjanna. Mercedes Clube myndbandið var sumsvifalaust að símaauglýsingu (og sést mikið og vel) og nú ætlar Nova að taka Eurobandið að sér. Þar sem ég kaupi hluta af minni símaþjónustu af Vodafone þá fer ég fram á að þar á bæ íhugi fólk að ættleiða Dr. Spock, enda kúlið mikið á þeim bænum. Hinn símaþjónustuaðilinn minn er Síminn og dyggir lesendur bloggisins míns vita af því að ég hef haldið óspart með Barða og Mercedes Club, með dassi af laumuhrifningu á Dr. Spock, þannig að þetta myndi vera bara gott. Eurovision er hvort sem er bara stór auglýsingamarkaður og gaman að hafa það grímulaust.
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Bara enn og aftur, sakna þess enn að sjá ekki Ho, ho, ho í Belgrað í vor. En 50% þjóðarinnar kaus lagið sem ekki er hægt að læra. Hrmmmppppfffff!!!!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.4.2008 kl. 18:36
Nafna: þetta hlýtur að vera einhver meinloka í þér (ég meina mér) ég kann lagið frá byrjun til enda, ruglast kannski smá á texta - en ég er soddan júróvisjónfan.
Anna Ólafsdóttir (anno) 17.4.2008 kl. 20:56
Ég held að ég hafi bara heyrt ho hey ho lagið, annars getur verið að e´g hafi heyrt vinningslagið...... hvað ætli ég nenni að fylgjast með einhverju júró-sjopper eða eitthvað
Hafðu það gott Anna mín.
Linda litla, 17.4.2008 kl. 23:44
Fékk þetta með lagið sem enginn getur lært lánað frá Sverri Stormsker og af því það passar svo rosalega vel við mína upplifun (fyrirmunað að læra það) þá auðvitað nota ég það áfram og bíð eftir fleiri mótmælum eða undirtektum ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.4.2008 kl. 01:54
Heil og sæl Anna
Við hjá Vodafone er þér mjög sammála um ágæti Dr. Spock og hér á bæ á doktorinn marga aðdáendur. Einu athugasemdirnar eru við litinn á hanskanum góða - hefðum viljað hafa hann rauðan en ekki gulan!
Að öllu gamni slepptu þá reikna ég síður með því að við tökum þátt í þessari myndbandakeppni símafyrirtækjanna. Eins og þú hefur vonandi tekið eftir þá höfum við í okkar auglýsingum undanfarið kynnt til leiks nýjan "talsmann Vodafone" sem hefur það hlutverk að upplýsa fólk um okkar ágæti. Þú getur séð afraksturinn á http://www.youtube.com/talsmadurinn ef þú hefur áhuga.
vodafone 21.4.2008 kl. 12:04
Takk fyrir ábendinguna. Það eru auðvitað tvær lausnir til á þessu með hanskann, nýr litur á hanskanum eða nýr einkennislitur Vodafone.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.4.2008 kl. 16:07