Vona að slysaöldunni fari að linna

Óvenju mikið af alvarlegum slysum þessa dagana, vonandi fer þessu að linna. Allar sögurnar á bak við hvert slys minna mig á hvað það er dýrmætt þetta líf. Vissulega er það margt fleira en slysin sem getur sett strik í þann reikning, það fer ekkert á milli mála, en hvað varðar slysin þá er þó hægt að gera eitthvað til að stemma stigu við þeim, og þar á ekki að horfa í kostnað - annars erum við farin að setja verðmiða á líf og limi fólks og það er ekki sæmandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er búið að vera hræðilega mikið af slysum síðustu viku og allt of margar deyja. Ég vona að þessu fari að linna.

Linda litla, 9.4.2008 kl. 19:45

2 identicon

Ég fylltist óhug í dag, fyrst las ég um alvarlegt slys á Reykjanesbraut, og svo annað slys stuttu síðar á Vestulandsvegi, svo um hádegið hér á Akureyri og svo fannst mér ég endalaust heyra sírenuvæl hér í allan dag. Stundum er eins og það komi einhverjir slysadagar. Vonandi nær fólkið að jafna sig að fullu. Það verður að gera eitthvað þarna á Reykjanesveginum, þetta má ekki halda svona áfram.

Anna Ólafsdóttir (anno) 9.4.2008 kl. 23:10

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála með Reykjanesbrautina, hef verið að aka hana af og til og þrátt fyrir að ég þykist vön henni þá er alltaf einhver smá kvíði í manni að eitthvað óvænt dúkki upp, ekki of vel merkt, nýjar bráðabirgðamerkingar ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.4.2008 kl. 01:16

4 identicon

F'OLK  KEYRIR   ALLLT OF  HRATT - það er málið!

Ég hef farið þarna um oft nýlega og ekkert er að merkingum.

Um leið og maður sér að vegaframkvæmdir eru í gangi þá hægir maður á sér - en það gera ekki allir og halda óbeyttu aksturslagi.

Það er því ekki alltaf við framkvæmdaaðila að sakast!

Hrönn 10.4.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Því miður er eins það þurfi alltaf að kosta mannslíf eða önnur alvarleg slys áður en stjórnvöld taka í taumana og breyta því sem breyta þarf í þágu umferðaröryggis. Það er óþolandi.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband