Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Enn ein kosninganóttin - áfram Hillary (ég er farin að sofa)!
5.3.2008 | 02:31
Ég lagði mig í dag, þrátt fyrir annríki, til að vera betur undir enn eina forkosninganóttina búin, en syfjan sækir á þannig að sennilega læt ég duga að rumska við fimm-fréttirnar. Það er hvort sem er búið að segja það þráfaldlega að þótt annað hvort Clinton eða Obama ynnu öll fylki sem eftir eru endi þetta allt hjá superdelegates, sem annað veifið eru talin standaa með Hillary og hitt augnablikið sögð tækifærissinnar. Vona samt að Hillary hafi erindi sem erfiði núna, Ohio virðist vera OK, en smá örvænting komin í Obama-liðið út af veðráttu og lokun (og enduropnun) kjörstaða.
Þótt ég sé enn á því að báðir kostir demókrata séu góðir, þá er ég miklu vonbetri um að Hillary valtri yfir McCain heldur er Obama. Svo mörgu ósvarað varðandi baráttuna framundan hvað hann varðar. Samt held ég að þau muni bæði hafa McCain og það er auðvitað fyrir mest. En áfram Hillary!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Sofðu bara rótt, mín kæra, ég stend kosningavaktina Hillary vann Ohio. Þegar niðurstaðan lá fyrir flutti hún hörkugóða ræðu og sagði m.a. að aldrei hefði nokkur frambjóðandi unnið, hvorki demókrati né repúblíkani, sem ekki hefði unnið Ohio. Nú er um að gera að trúa því að sú saga endurtaki sig enn og aftur í haust.
Svo er ég ósammála því að ekki skipti máli hvor demókratinn vinnur. Mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að kona verði forseti Bandaríkjanna. Annars þá var ég að hugsa þegar ég hlustaði á hana fyrr í nótt, hvað hún er gríðarlega sterk manneskja - baráttuþrekið hreint með ólíkindum. Flott kona sem notar í sér heilann.
Helga 5.3.2008 kl. 05:06
ég verð nú að segja að ég hallast meira í áttina að Obama... Ég veit sem minnst um hann. Hillary treysti ég ekki en Obama nýtur enn vafans hjá mér.
Oddrún , 5.3.2008 kl. 10:43
Þá ertu vöknuð af værum blund Anna mín og heimurinn hrundi ekki á meðan Hún gefur ekkert eftir hún Hillary, búin að vinna Texas, Ohio og mig minnir Rhode Island í nótt. En það er ekki nóg að vera vinsæll í henni Ameríku, Obama er enn með fleiri "Electoral Votes" sem skiptir mestu máli. Hillary verður að vinna öll fylkin sem eiga eftir að fara í forkosningar og þá getur Pennsilvania skipt sköpum.
Erna Hákonardóttir Pomrenke, 5.3.2008 kl. 15:53
Það var bara notalegt að vakna við hvatningarræðuna hennar Hillary, en ég fór eiginlega að sofa þegar ég sá fréttaskýranda frá CNN útskýra að það væri sama hvort þeirra Obama eða Hillary tækju meirihluta í öllum fylkjunum sem eftir væru, það yrðu super-delegates sem myndu á endanum ákvarða þetta. Reyndar skiptir sigur Hillary máli einmitt í því samhengi, því super-delegates hafa fylgjt henni að málum en voru að fara að snúast á sveif með Obama vegna bylgjunnar sem hefur fylgt honum. Núna geta þeir öruggir snúið sér aftur að Hillary og ég ætla að vona að þeir geri það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2008 kl. 16:42
Hmmm, eitt enn, það skiptir auðvitað miklu máli að fá Hillary sem forseta, þess vegna held ég svona rosalega mikið með henni. En ef hún verður það ekki, þá verður eftir sem áður forseti sem ég get alveg sætt mig við, svo framarlega sem demókratar vinna. Og ég held reyndar að sigurlíkur Hillary séu mun meiri í þeim slag en Obama.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2008 kl. 17:12
Sæl frænka. Ég tek undir orð þín, áfram Hillary! Til hamingju svo með Ólann þinn í gær, skilaðu kveðju frá okkur hér í Borgarfirðinum til hans .
Ólöf María Brynjarsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:56
Það er líka mín tilfinning að Hillary muni frekar sigra fulltrúa repúblíkana en Obama. Og eftir að hafa hlustað á eiginkonu hans flytja ræðu þá trúi ég því að hún verði ekki puntudúkka við hlið eiginmannsins heldur að hún feti slóðina sem Hillary markaði sem forsetafrú. En ég trúi því ekki að Obama sé sá sem heiminn vantar í Hvíta húsið vegna þess að mér finnst öllu skipta að femínisti verði forseti Bandaríkjanna (hef ekki séð femínískar áherslur hjá Obama hingað til. En viðurkenni að ég elti hann ekki á röndum svo það getur vel verið að hann sé femínisti án þess að ég viti það). Það verður að koma að kvenlegum og femínískum áherslum í bandarískum stjórnmálum vegna þess að ákvarðanir sem forseti Bandaríkjanna tekur koma við alla jarðarbúa, hvorki meina né minna og ég trúi því að Hillary sé manneskjan sem getur breytt um stíl. Hún hefur sýnt þvílík baráttuþrek síðustu vikur án þess að hvika frá stefnumálunum að leit er að öðru eins. Síðast en ekki síst þá höfðar hún alltaf til skynsemi fólks.
Helga 5.3.2008 kl. 18:34
Næstu vikur verða spennandi og svo auðvitað að moka Bush út úr Hvíta húsinu, og þó fyrr hefði verið. Ég hef fylgst með Obama nokkuð þokkalega og hann er ágætur, skárri en allir þeir repúblikar sem ég hef heyrt í, en held að feminisminn sé ekki hans sterka hlið. Áfram Hillary.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2008 kl. 23:24