Hvítt, hvítt, hvítt ...

Mér finnst hvítt fallegt en of mikið má af öllu fá, tek til baka allar yfirlýsingar mínar um fegurð vetrarins, þótt ég ætli ekki að svo stöddu að fjarlægja vetrarfegurðar-myndirnar úr myndaalbúminu. Ef fram fer sem horfir mun ég þó íhuga það. Þar sem ég hef ekki sinnt skíðaíþróttinni síðan norræna skíðagangan fór fram á Melavellinum þá sé ég engan tilgang í öllum þessum snjó. Hálka er hættuleg og snjórinn löngu búinn að koma sér á framfæri svo vel að endist út öldina. Enn kyngir niður snjó og spárnar lofa meiri snjó. Á einhver önnur ráð við þessu en að sættast við breiddargráðuna sem við búum á (er ekki til viðræðu um það ennþá alla vega)? Að öðru leyti er þetta bara allt gott, betra bak og skemmtileg vinna, indæl fjölskylda, góðir vinir ... æ, nú er ég komin á Pollýönnustigið, þetta átti að vera geðvonskupistill ;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ohhhh... ég vil fara að losna vi þennan snjó, ég er alltaf slæm í baki og það er erfitt að labba í snjó (ekki er ég með bílpróf) svo ekki sé minnst á hálku, þá verð ég svo stíf og það fer beint í bakið á mér og leggst ég yfirleitt í rúmið í einhverja daga.

Ég hreinelga þoli bara ekki veturinn, hann fer svo í mitt líkamlega og andlega ástand, það eina sem er jákvætt við snjóinn er að það er aðeins bjartara á veturnar þegar hann er.

Linda litla, 28.2.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þessi yndislegi snjór Það æfir bara rassvöðvana að ganga í snjó og hálku, þá þarf ekkert að kaupa kort í líkamsræktinni

Svala Erlendsdóttir, 28.2.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kreppa tærnar í skónum sagði amma mín þegar hún var að kenna afkomendunum að ganga í hálku. Ýmsir vöðvar sem fá þjálfun, en ég er alveg til í að gera þessar æfingar með öðrum hætti. Birtan er vissulega góð og vetrarfegurðinni hef ég áður lýst, en nú er nóg komið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Nú eru góð ráð dýr, en ég vildi óska þess að þú gætir sent mér einkvað af þessu hvíta undri. Getið þið ekki bara tekið höndum saman þarna og blásið til vesturs?  Vitum öll að Íslendingar búa yfir miklum krafti. Annað eins hefur nú gerst eins og td. þegar við sprautuðum á hraunið í Vestmannaeyjum og það bara hlýddi og stoppaði   Engin teljanlegur snjór hér í vetur en nokkrum sinnum mikil ísing sem mér finnst mun leiðinlegri, já þá má maður aldeilis kreppa tærnar í skónum. Börnin mjög svekkt yfir þessu troðið í þau námsefni allan daginn og svo ekki einu sinni sleðafæri til afþreyingar. 'Eg skil ykkur annars mjög vel, veturinn búin að vera sérlega erfiður og þreytandi heima.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 28.2.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Erna mín, ég vildi fengin senda þér fullt af snjó. Byrjum öll að blása og sjáum hvað gerist!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.2.2008 kl. 13:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband