Nćsta barátta verđur miklu skemmtilegri - og skiptir miklu, miklu, miklu, miklu meira máli

Ennţá í ţykkri fýlu út af Eurovision framlaginu okkar, tel ađ viđ höfum orđiđ af góđum kosti og jafnvel góđum kostum. Hélt alveg innilega međ Silvíu Nótt og enn meira međ laginu hans Svenna og hörkuflutningi Eiríks Hauks. En nú bíđ ég bara eftir ađ Ho, ho, ho lagiđ verđi heimsfrćgt en öll Eurovision lögin gleymist. Frćđilegur möguleiki.

En ţađ er önnur og mun mikilvćgari keppi í gangi. Keppnin um nćsta forseta Bandaríkjanna. Mikilvćgast af öllu, og sem betur fer mjög líklegt, er ađ demókrati sigri nćst. Ég held afskaplega einlćglega međ Hillary Clinton, vil endilega sjá hana halda áfram međ góđa heilbrigđiskerfisbreytingar í Bandaríkjunum. Treysti henni líka vel í umhverfismálum, sem er auđvitađ rosalega mikilvćgt málefni og allur heimurinn bíđur eftir breytingum í Bandaríkjunum. Hún hefur rosalega reynslu og hefur mikla möguleika á ađ vinna sínum hugsjónum brautargengi. Obama er mun meira óskrifađ blađ, en samt er ég alveg tilbúin ađ sjá hann í forystu baráttunnar, og efast ekki um ađ hann muni fá ţann stuđning sem hann ţarf vinni hann forkosningakapphlaupiđ.

Ţađ er mjög heillandi ađ fylgjast međ ţessari baráttu og enn meira spennandi verđur ađ fylgjast međ forsetakosningunum síđla nćsta haust.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband