Eurovision: Verðskulduð vonbrigði - áhuginn búinn

Mörg álitamál þegar úrslitin liggja fyrir:

Ho, ho ho var hrikalega mikið lélegar flutt en seinast. Mikil vonbrigði og verðskulduð vonbrigði.

Dr. Spock var ótvíræður sigurvegari kvöldsins! Mikið rosalega var serbneski textinn flottur og flutningurinn æði.

Lagið sem vann finnst mér frekar leiðinlegt og lýkur hér með áhuga mínum á Eurovision þetta árið.

Davíð var flottur í Mika stellingunum.

Ragnheiður Gröndal er alltaf yndisleg.  

Magga Eiríkslagið var gott, ekki við öðru að búast. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk, hefði ekki á móti því að fá áhugann aftur, en núna er ég í smá afneitun. Reyni á morgun.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.2.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

vitleysa

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst hljómur tungmálsins (serbnesku og króatísku og yfir höfuð allra slavnesku málanna) mjög fallegur, hef meira að segja reynt að læra smávegis í þeim, þótt ég skildi ekki það sem fram fór í þessu lagi. Vona að þetta skýri málið, þar sem ég þykist vita hvaða gagnrýni er á ferðinni hjá nöfnu minni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.2.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er fjarri góðu ganni, held sennilega með dönum,

Bless í nóttina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er alla vega ekkert vitlausara en að halda með íslenska laginu, það er svo ofurflatt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.2.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þau voru mjög flott í Eurobandinu, en hefði mátt fara út fyrir svona 5 árum eins og ein sagði hér á blogginu. Annars finnst mér Baggalútur lang flottastur en lag Baggalúts átti ekki heima þarna,flottur sumarsmellur. Verum bara glöð með þetta lag,það var virkilega gaman að fylgjast með þessu hjá þeim öllum sem tóku þátt.

Eigið góðar stundir.

Það er munur að eiga svona djúkbox,vildi að það væri komið til mín.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.2.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góð pæling, Guðbjörg, en áhuginn er dottinn niður, aldrei að vita hvað gerist síðar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.2.2008 kl. 00:43

8 identicon

Já, það eina sem klikkaði hjá Merzedes club var flutningurinn. Ég er nánast viss um að hann hefði verið í lagi. Þá hefðu þeir unnið... Það hefði verið rosalega gaman að sjá það fara áfram.

En þetta er svo sem skítsæmilegt lag sem vann.

Jóhanna 24.2.2008 kl. 00:59

9 Smámynd: Tiger

Ég er í fyrsta skiptið í mjög langan tíma - mjög ánægður með sigurlag og söngvara. Mér fannst lagið This is my life með Friðrik Ómar og Regínu Ósk hrein dúndur, bara flott. Í það fyrsta finnst mér röddin hans Friðriks virkilega skemmtilega sérstök og ljúf - glæsileg á háum nótum og bara í heildina mikill gullmoli. Regína er alltaf töff söngkona, stundum kraftmeiri en alltaf góð og ræður fullkomlega við alla tóna.

Þau eru bæði yndislega falleg og sóma sér dýrðlega saman á sviði - eru björt og brosandi, ljúf og glaðlega kát-tínuleg! Eins og þú lest - er ég yfir mig hrifinn af þeim báðum og virkilega glaður með okkar framlag í ár og er sannfærður um að þau muni ná langt fyrir okkar hönd í Serbíu.  Heyheyhey whatever .. var algerlega mislukkað finnst mér og önnur lög náðu ekki einusinni athygli minni. Jú, reyndar er Ragnheiður Gröndal alltaf sjóðandi heit - en lagið hennar var á engan hátt júrólag - og Magni/Birgitta voru þokkalega ljúf.

  Til hamingju með konudaginn Anna.

Tiger, 24.2.2008 kl. 04:06

10 Smámynd: halkatla

Dr Spock var guðdómlegur

halkatla, 24.2.2008 kl. 09:58

11 Smámynd: halkatla

en stelpan í þessu Ho ho dæmi var það eina góða við það, hún var mjög flott en það átti ekki að vinna, heldur dr spock :(

halkatla, 24.2.2008 kl. 09:59

12 Smámynd: Heidi Strand

Kannski verður ekkert juróvísjón í Serbíu.
http://www.kjendis.no/2008/02/22/527737.html

Heidi Strand, 24.2.2008 kl. 12:39

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að sjálfsögðu kom ég úr skápnum, eins og aðrir íslendingar gera 3svar á ári.

ég hafði lesið á blogginu að mörgum finndist Rebekka (hó hey) syngja falskt. hlustaði því sérstaklega eftir því og...já það hljómaði eitthvað falskt. þó var það í lok lagsins, þegar minna heyrðist í bakröddinni, að það var ekki hún per se sem var fölsk, heldur samhljómur hennar og bakraddarinnar. Barði hefði reddað því fyrir rest.

Annars voru tvö lög sem höfðu upp á gott show að bjóða. Hey hó lagið og dr. Spock. Lagið sem sigraði var ágætt en vantar allt sem sjónrænt getur kallast. Menn hafa þó tíma til að redda því og vonandi menn noti tímann vel.

Brjánn Guðjónsson, 24.2.2008 kl. 13:24

14 Smámynd: Ólöf María Brynjarsdóttir

Ég segi líkt og þú "frænka" hef misst áhugan og hugsa til þess næstum með aulahrolli að þurfa að hlusta á þetta júró*píp*poppteknó þar til í maí sem annað hvort lag í útvarpi. Dr. spock hefði átt að fara, glæsilegir og skera sig úr (tóku þið eftir hvað Óttar yngdist við að raka sig??). Það eina sem var gott við þetta allt saman var það að hey hey hó hó vann ekki! (veit við erum ósammála þar, er bara of mikill rokkari til að fíla gerfibrúnkuteknó með staðlaðann kvennmann inn á milli!)

Samt alltaf skemmtilegt hvað Íslendingar hafa sterkar og miklar skoðanir á Eurovision

Ólöf María Brynjarsdóttir, 24.2.2008 kl. 13:45

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Anna Karen, Jóhanna og Brjánn, þið safnið saman því sem ég hef verð að hugsa í kjölfarið, ég hefði sætt mig vel við Dr. Spock (já, frænka, líka rokkari þótt ég hafi fengið annað lag á heilann núna) og það var ekkert að laginu ,,mínu" Ho, ho, ho, sem ekki hefði mátt laga aftur. En þið sem eruð sátt við lagið sem vann munuð sjá um að halda með því, ég hef ekki möguleika á að halda með því.

Eurovision er alveg frábær dægradvöl og ég á  eflaust eftir að finna ,,mitt" lag í keppninni, það var svo gaman í fyrra að halda með flottu íslensku rokklagi og svo ungverska blúsnum.

Ástandið í Serbíu, já, kannski verður það aðalmálið ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.2.2008 kl. 14:18

16 Smámynd: Ólafur fannberg

held ekki með neinum...

Ólafur fannberg, 24.2.2008 kl. 14:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband