Hó, hó, hó, hér kemur Euróvision - spennandi kvöld framundan

Hlakka fáránlega til kvöldsins og treysti því að sigur Hó, hó, hó ... verði innsiglaður með bravör. Veit að það eru til aðrir sem halda með öðrum lögum, aðrir sem fíla ekki fyrirkomulag keppninnar og hef reynar heyrt gott innlegg á síðu hér á blogginu um að skipta þessari keppni í tónlistarkeppni annars vegar og ,,show"-keppni hins vegar (líklega hjá nöfnu).

En ... þetta er svona núna, þetta er keppnin, keppnisfyrirkomulagið og svo auðvitað eina sanna lagið. Hó, hó, hó ...  Kannski á ég ekki sem feministi að styðja lag með Gilzenegger innanborðs, en mér finnst mjög fyndinn húmor að sjá hann spila með einum putta og þvílíka einbeitni í svipnum að aðeins það að tyggja tyggjó samhliða gæti rofið hana.

Spennt fyrir kvöldinu og hlakka til að sjá Barða í viðtölum við erlenda blaðamenn, sem eru ýmsu vanir eftir Silvíu Nótt, en kunna kannski ekki alveg á Barða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

æ,æ, horfðu á þetta fyrir mig líka.  Alltaf gaman að horfa á Eurovision. Kaninn leyfir okkur ekki að horfa á talentinn í Evrópu svo við erum með Idol  í staðinn en þið fáið að horfa á hvortveggja. Er komin einhver í uppáhaldi hjá þér í Idol?

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 23.2.2008 kl. 18:45

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er hægt að sjá lögin á ruv.is: http://www.ruv.is/laugardagslogin/ og ég mæli sérstaklega með Hó, hó, hó laginu. Ég er ekki dottin inn í Idol ennþá, en hann Chris sem var í fjórða sæti í hitteðfyrra er aðal uppáhaldið mitt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.2.2008 kl. 19:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband