Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Glitnir og Þorsteinn Már sýna lit ...
20.2.2008 | 22:03
Ekki hélt ég að ég ætti eftir að hrósa einhverjum sem tengdist Samherja (smá ágreiningur um kvótamál), en ég verð að viðurkenna að ég kann að meta það að Þorsteinn Már skuli standa fyrir því að lækka ríkuleg laun bankaráðsmanna í Glitni. Þetta er reyndar bankinn minn, en ég myndi svo sannarlega hrósa hvaða banka sem er fyrir framtakið. Þannig að ég segi bara vel gert og rétt að meta það sem gert er í rétta átt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég er sammála þér með þessa lækkun, nóg finnst mér nú launin samt miðað við að þetta er ekki fullt starf hjá þessum mönnum. Hitt fannst mér verra að hlusta á manninn kalla eftir því aðlífeyrissjóðir og stjórnvöld kæmu bönkunum til bjargar. Ég gat allavega ekki skilið orð hans öðruvísi. Það fékk mig til að velta fyrir mér hvort þetta ætti að vera stíllinn, kaupa ríkisfyrirtæki á spott-prís, mjólka svo og mjólka þangað til ekkert er eftir og hlaupa þá aftur í fangið á ríkinu og biðja um hjálp. Kannski er ég eitthvað öfugsnúin Emma í þessu máli en mér finnst þetta bara ekki hægt!
Anna Ólafsdóttir (anno) 20.2.2008 kl. 22:35
Ég hef greinilega ekki heyrt nema hálfa söguna, ef þetta er tóninn þá finn ég fyrir sama tóninum og ég hef pirrað mig mest á í karpi við Samherja menn, gjafakvóti orðinn verslunarvara og svo er hlaupið til ríkisins. Jamm, mér heyrist að það sé tóninninn samkvæmt lýsingu þinni, hef varla nennu til að fletta þessu upp, pirrar mig svolítið. Hmmmm
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 22:41
Þetta var í 6 fréttunum í útvarpinu - arrrggg.
Anna Ólafsdóttir (anno) 20.2.2008 kl. 22:49
Hmm, sjónvarpið skilaði þessari hugsun ekki meðan ég hlustaði. Arrrrggggg líka.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 23:04
Fórnarlund sumra manna er aðdáunarverð. Alveg burtséð frá því að þeir hafi fengið milljarðatugi á silfurfati af eigum almennings.
Sigurður Sveinsson, 21.2.2008 kl. 07:51
Já, það er svona að herða sultarólina í skortinum :-( ... nógu margt er athugavert, en ef einhver er tilbúinn að fara hænufet í áttina að því að snúa þessari geggjuðu vitleysu við, þá er það engu að síður þarft fordæmi. Annars halda ofurlaunin bara áfram að hækka og hækka og hækka ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.2.2008 kl. 09:37
Ég held að hann finni nú ekki mikið fyrir þessari lækkun!
Huld S. Ringsted, 21.2.2008 kl. 12:28
Nákvæmlega ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.2.2008 kl. 21:22