Glitnir og Þorsteinn Már sýna lit ...

Ekki hélt ég að ég ætti eftir að hrósa einhverjum sem tengdist Samherja (smá ágreiningur um kvótamál), en ég verð að viðurkenna að ég kann að meta það að Þorsteinn Már skuli standa fyrir því að lækka ríkuleg laun bankaráðsmanna í Glitni. Þetta er reyndar bankinn minn, en ég myndi svo sannarlega hrósa hvaða banka sem er fyrir framtakið. Þannig að ég segi bara vel gert og rétt að meta það sem gert er í rétta átt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér með þessa lækkun, nóg finnst mér nú launin samt miðað við að þetta er ekki fullt starf hjá þessum mönnum. Hitt fannst mér verra að hlusta á manninn kalla eftir því aðlífeyrissjóðir og stjórnvöld kæmu bönkunum til bjargar. Ég gat allavega ekki skilið orð hans öðruvísi. Það fékk mig til að velta fyrir mér hvort þetta ætti að vera stíllinn, kaupa ríkisfyrirtæki á spott-prís, mjólka svo og mjólka þangað til ekkert er eftir og hlaupa þá aftur í fangið á ríkinu og biðja um hjálp. Kannski er ég eitthvað öfugsnúin Emma í þessu máli en mér finnst þetta bara ekki hægt!  

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.2.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég hef greinilega ekki heyrt nema hálfa söguna, ef þetta er tóninn þá finn ég fyrir sama tóninum og ég hef pirrað mig mest á í karpi við Samherja menn, gjafakvóti orðinn verslunarvara og svo er hlaupið til ríkisins. Jamm, mér heyrist að það sé tóninninn samkvæmt lýsingu þinni, hef varla nennu til að fletta þessu upp, pirrar mig svolítið. Hmmmm

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 22:41

3 identicon

Þetta var í 6 fréttunum í útvarpinu - arrrggg.

Anna Ólafsdóttir (anno) 20.2.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hmm, sjónvarpið skilaði þessari hugsun ekki meðan ég hlustaði. Arrrrggggg líka.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.2.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Fórnarlund sumra manna er aðdáunarverð. Alveg burtséð frá því að þeir hafi fengið milljarðatugi á silfurfati af eigum almennings.

Sigurður Sveinsson, 21.2.2008 kl. 07:51

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það er svona að herða sultarólina í skortinum :-( ... nógu margt er athugavert, en ef einhver er tilbúinn að fara hænufet í áttina að því að snúa þessari geggjuðu vitleysu við, þá er það engu að síður þarft fordæmi. Annars halda ofurlaunin bara áfram að hækka og hækka og hækka ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.2.2008 kl. 09:37

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held að hann finni nú ekki mikið fyrir þessari lækkun!

Huld S. Ringsted, 21.2.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nákvæmlega ...

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.2.2008 kl. 21:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband