Hugsjónafólk

Rosalega er gaman að tala við hugsjónafólk. Átti þess kost að spjalla við mikla hugsjóna- og baráttumanneskju núna um helgina og það er hreinlega sálarbætandi að gera það. Í framhaldi hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig hugsjónafólk breytir lífinu, bæði sínu eigin og annarra, þegar vel tekst til. Það er í rauninni ekki hægt að hugsa sér tilveruna án þess að einhverjir berjist fyrir hugsjónum sínum en maður gleymir því stundum að þar sem hugsjónafólk ryður brautina, þannig að hún verður greið fyrir alla sem fylgja í kjölfarið, rekur það sig oft á ótrúlegar hindranir. Þessi færsla er til að taka ofan fyrir því góða hugsjónafólki sem hefur rutt brautina fyrir svo marga aðra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að ryðja brautina svo leiðin verði greið var þema Möllu Schram á 10 ára afmæli Kvennalistans, eins og þú vafalítið manst, og eins og hennar var von og vísa þá lýsti hún þessu ferli svo skemmtilega: Í upphafi var for sem konurnar örkuðu, síðan kom götuslóði og þegar markmiðinu væri náð þá væri komið breiðstræti.  

Annars þá ætlaði ég að taka undir með þér: Já, það er sálarbætandi að tala við fólk sem hefur eitthvað að segja. (Læt heyra frá mér fljótlega!  )! Nei, bíddu við, þú ert líklega að fara að leggja í'ann eins og "hinir" kanarífuglarnir, er það ekki?

Helga 3.2.2008 kl. 20:25

2 identicon

Ég hef unnið með einni slíkri, Valgerði H. Bjarnadóttur. Hún er öðrum fremur höfundurinni að hugmyndafræðinni sem liggur að baki Menntasmiðju kvenna og lagði mikið á sig til að draumur um slíka smiðju yrði að veruleika. Mér skilst að nú séu bæjaryfirvöld á Akureyri einu sinni enn í hugleiðingum um að slá þessa starfsemi af. Því miður.

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.2.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þið eruð að nefna gagnmerkar konur til sögunnar. Mér finnst alveg óskaplega skammsýnt ef bæjaryfirvöld eru enn einu sinni að bregða fæti fyrir gagnmerka starfsemi Menntasmiðju kvenna, en ég get alla vega sagt þér að sú sem ég var að spjalla við (viðtalið birtist í mars, læt betur vita af því þá) þekkir bæði mótlæti og sigra, þannig að við skulum vona að það verði líka reynslan á Akureyri.

Já, Helga, núna eru bara rúmlega þrjátíu stundir í að við fljúgum til Kanarí og þá mun hefjast fréttaflutningur þaðan. Hlakka ekkert smá til. Alveg tilbúin í frí núna og að ganga um í góða veðrinu og njóta þess að vera til. Spila smá mini-golf við vinina og bara að vera til. Jesssssss

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2008 kl. 21:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband