Sagnfrćđisukk og stćrđfrćđispenna

Lífiđ snýst um sagnfrćđisukk og stćrđfrćđispennu ţessa dagana. Ég ţarf ađ taka eitt sjúkrapróf (á laugardaginn) vegna pestarinnar fyrir jólin og finnst hálf fúlt ađ ţurfa ađ láta trufla mig í ţessu fína sagnfrćđisukki sem ég er dottin í. Hver hefđi trúađ ţví ađ nýliđin fortíđ vćri svona spennandi? Allt sem ég er ađ safna efni í er svo spennandi, ţótt úrvinnslustigiđ sé venjulega enn skemmtilegra. Kosturinn viđ ađ skrifa um tiltölulega nýliđna sögu, eins og ég er ađ fara ađ gera, er ađ ţađ er til svo rosalega mikiđ af heimildum og yfirleitt mjög gott myndefni. Ţađ er líka ögrandi ađ takmarka sig, reyna ađ sjá stóru línurnar.

En á vissan hátt er gott ađ grípa í stćrđfrćđina á milli, ţađ er ekki laust viđ ađ ţađ agi hugann ađeins, og slíkt er auđvitađ alltaf gott. Ţetta er allt gott hvađ međ öđru. Á međan á ţessari törn stendur ćtla ég ađ skera niđur allt annađ, svo sem félagslíf og sjónvarpsáhorf (lítil fórn), ćtli ég horfi á mikiđ meira en Stephen Fry í kvöld, Grays Anatomy á miđvikudag og Útsvar á föstudag. Ef ég verđ rosa dugleg fć ég House í verđlaun á fimmtudaginn, ţađ vćri auđvitađ gaman. Bloggvirkni fer eftir pásuţörf og fleiru, ótímabćrt ađ hafa skođun á ţví máli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem betur fer eru til allnokkur blúslög međ Stones, sem ég verđ alla vega aldrei leiđ á.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.1.2008 kl. 22:37

2 identicon

Horfđi hugfangin á seinni hlutann af ţćttinum hans Steven. Ţvílíkt flott nálgun hjá honum á ţetta efni. Gangi ţér allt í haginn í prófinu.

Anna Ólafsdóttir (anno) 14.1.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Linda litla

Gangi ţér vel í prófinu á laugardaginn.

Linda litla, 14.1.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.1.2008 kl. 08:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband