Nokkur ótrúlega ólík snilldarlög - og Eiður rokkar líka

Eins gott að ég dett ekki oftar í að gramsa á YouTube, alltaf að finna gersemar þar. Ég er enn á því að Rolling Stones hafi sýnt flottustu taktana þegar þeir voru hvað blúsaðastir, og var einmitt að finna eitt af mínum uppáhaldssönnunargögnum þar um, Little Red Rooster, eldgamalt Stones lag, videó-ið er líka snilld. Njótið vel. 



Reyndar finn ég ekki annað ,,little red" lag með Stones, sem ég á einhvers staðar á tölvu, en án myndbands, það er Little Red Riding Hood. Stones útgáfan er miklu betri en Sam the Sham-útgáfan. Þarf að hafa upp á henni.

Svo datt mér í hug að þarna væri líka að finna mjög fáheyrt lag með Björk og PJ Harvey, Stones-tengt líka, það er þeirra útgáfa af Satisfaction, sem er alveg ótrúlegt. 



Loks er það lag sem sjaldan heyrist með Björk, Short Term Affair, ég leitaði dauðaleit um alla London að laginu, hafði bara heyrt það í Ríkisútvarpinu, og mundi ekki þá að ,,hinn" söngvarinn var Tony Ferrino en hafði pata af að um einhverja góðgerðartónleika væri að ræða. Fann diskinn og núna líka á YouTube, afsakið samt hláturinn í áheyrendum, þetta lag er betra án hans, en þetta verður að duga. 



Og núna er Eiður Smári að rokka með Barcelona, skoraði fyrsta markið í leiknum sem er verið að sýna. Varð bara að nefna það í leiðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

VÁ, VÁ, VÁ, FRÁBÆR MYNDBÖND!!! Þér tókst að finna Björk og Tony, það var flott hjá þér. Hin náttúrlega líka æði, ég elska PJ Harvey! Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.1.2008 kl. 21:10

2 identicon

Þvílíkt skemmtilegt að hlusta og horfa á. Ég var að horfa á viðtal við P.J. Harvey í gær en var búin að gleyma þessu akti hennar með Björk. Ég sá það á sínum tíma í sjónvarpinu en þetta var alveg extra skemmtilegt í framhaldi af viðtalinu. Og þetta síðasta er alveg hrikalega skemmtilegt. þarf að láta fleiri vita af þessari færslu. Takk - þúsund þakkir

Anna Ólafsdóttir (anno) 13.1.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gaman að vita til þess að fleiri hafi gaman af þessu. Alla vegar frekar sjaldséð þannig að ég er alsæl með YouTube, einu sinni sem oftar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.1.2008 kl. 14:48

4 identicon

Little red rooster er lag eftir Chester Arthur Burnett, betur þekktur sem Howlin Wolf. Þetta er einmitt tekið úr sjónvarpsþætti þar sem Stónsararnir settu það skilyrði ef þeir kæmu að Howlin Wolf fengi að koma með. Þeir eru miklir Howlin Wolf aðdáendur og almennir blúsaðdáendur, eins og fleiri bönd úr bresku innrásinni. Gömlu blúshetjurnar fengu því gífurlegar móttökur í Bretlandi þar sem þeir voru orðnir nánast óþekktir í BNA sem varð síðan til þess að áhugi á þeim barst aftur til BNA.

Mig minnir að Howlin Wolf taki lagið How many more years eftir fluttning Stónsarana á laginu hans. Þetta var stórmenni; í líkamlegu atgerfi, sem söngvari og blúsari. 

Bjarki Þór Baldvinsson 14.1.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sammála þér, Bjarki, varðandi Howlin Wolf, og almennt með blúsinn. Mér finnst blúsflutningur hæfa Stones ótrúlega vel, sem og fleirum breskum hljómsveitum frá sama tíma. Og takk fyrir upplýsingarnar. Tónlistarsagnfræði er sífellt meira spennandi svið, kannski ég helli mér einhvern tíma út í hana.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.1.2008 kl. 15:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband