Hillary og forkosningarnar - kostir og gallar frambjóđenda - en samt er ég svolítiđ leiđ
5.1.2008 | 19:30
Ţegar Hillary Clinton tapađi fyrir Barak Obama í forkosningum demokrata í Iowa ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ ég varđ svolítiđ leiđ. Var farin ađ sjá hana fyrir mér nokkuđ örugglega í Hvíta húsinu ađ ári og ţađ er góđ tilhugsun. Hún er ekki horfin, en raunsćtt mat er ađ ţađ geti fariđ á hvern veginn sem er. Hér heima höfum viđ veriđ ađ rćđa ţetta mál af og til ađ undanförnu, og tókum upp ţráđinn í gćr ţegar Nína systir, sem heldur međ Edwards, ţótt hún sé mikill feministi, var stödd hérna. Hún hefur búiđ í Bandaríkjunum í marga áratugi og kennt ţar í háskólum og fylgst vel međ í pólitíkinni ţótt hún hafi ekki getađ kosiđ vegna íslenska ríkisborgararéttarins. Ástćđa ţess ađ hún heldur međ Edwards er sú ađ hann er sá eini frambjóđendanna sem hefur sýnt málefnum fátćkra áhuga og skilning og er líklegur til ađ gera eitthvađ róttćkt til ađ bćta hag ţeirra.
Kominn tími á konur
Hillary Clinton hefur fćrst meira til hćgri í málflutningi sínum en sum okkar eru sátt viđ, en engu ađ síđur ţá styđ ég hana ,,í anda" ţví ekki hef ég yfir atkvćđi ađ ráđa. Á hinn bóginn ţá er auđvitađ stefna Barak Obama í Íraksstríđsmálum mun fýsilegri kostur en afstađa hennar. Ţannig ađ ţarna eru raunverulega ţrír góđir kostir, Clinton, Edwards og Obama. Mér finnst hreinlega ekki hćgt ađ bíđa mikiđ lengur eftir ţví ađ kona verđi forseti Bandaríkjanna, en auđvitađ gćti ég ekki haldiđ međ hvađa konu sem er, Condolezza Rice hefđi til dćmis ekki hlotiđ minn stuđning, hefđi ég upp á einhvern ađ bjóđa. Hennar pólitík er of fjarri mér. Á hinn bóginn líkar mér vel viđ ţađ sem Hillary var ađ gera í heilbrigđismálum heima fyrir í valdatíđ eiginmanns hennar, ţótt hún hafi átt erfitt uppdráttar vegna stöđu repúblikana í ţinginu.
Máttur fjölmiđla
Ţví miđur held ég ađ stuđningur Ophru hafi haft of mikiđ ađ segja međ Obama og á móti Hillary. Af hverju býđur hún sig ekki fram sjálf ef hún vill hafa áhrif? Kemur mér svo sem ekki viđ, en ég efast ekki um ađ hún hefđi flogiđ inn í Hvíta húsiđ. Hún er ađ minnsta kosti miklu betri leikari en Ronald Reagan, ţótt hún sé svolítiđ leiđinlegur ţáttastjórnandi (flestum finnst hiđ gagnstćđa, reyndar). En sé framgangur Obama núna vísbending um ţađ sem koma skal ţá verđ ég alla vega ađ taka undir ţađ sem Hillary sagđi: Ţađ verđur alla vega demokrati sem fer í Hvíta húsiđ nćst! Og reyndar verđ ég ađ viđurkenna ađ ég myndi hafa gaman af ţví ađ heyra fjölmiđla tönnlast á orđunum Barak Obama, forseti Bandaríkjanna ... fallegur keimur af ţví. En afsakađu Obama, af ţremur góđum kostum ţá finnst mér enn ađ Hillary eigi ađ vinna. Verst ađ ţađ breytir bara engu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook