Áramótin, hjálparsveitirnar og friđarósk til ykkar allra!
31.12.2007 | 02:56
Áramótin eru skammt undan. Mér finnst fátt eins hátíđlegt og ađ heyra ,,Nú áriđ er liđiđ í aldanna skaut og aldrei ţađ kemur til baka" en hins vegar missi ég nú orđiđ oft af ţeirri stund, ýmist hlaupandi út og inn ađ skođa sprengjuglađa fjölskyldumeđlimi og vini láta ljós sitt skína, og auđvitađ ađ styrkja hjálparsveitirnar í leiđinni. Áđur var ţađ verkefni mitt ađ halda í ,,hendina" á hundinum okkar, Tinna, en Simbi köttur, sem er eina eftirlifandi gćludýriđ okkar, og líka farinn ađ eldast, er bara furđu hugrakkur ţegar flugeldar og sprengjur eiga í hlut, en meinilla viđ ryksuguna, eins og heiđarlegum köttum sćmir.
Hjálparsveitirnar hafa veriđ eftirminnilega kallađar út frá flugeldasölu í ađdraganda ţessara áramóta og ég vona ađ afleiđingin sé sú ađ sem flestir vilji styrkja ţćr, en ekki ađ salan detti niđur vegna vonda veđursins.Međan hjálparsveitirnar hafa ţennan tekjustofn sem sinn helsta ţá hefur ljósadýrđin tvöfalt gildi.
Ţetta hefur veriđ viđburđaríkt ár, kannski rifja ég ţađ ađeins upp (helstiđ alla vega) á nćstunni, kannski ekki. Mér ţykir alla vega merkilegt ađ hćgt sé ađ hagga ,,náttúrulögmálum" eins og sitjandi stjórnum, hvort sem eru í borginni eđa annars stađar. Ţetta ,,annars stađar" er reyndar eitthvađ sem völvur hafa veriđ ađ spá ađ undanförnu, mér finnst auđvitađ Völva Vikunnar vera ţessi eina sanna. Hver önnur hefur látiđ sér detta í hug ađ spá Vestmannaeyjagosi og ţessu tilteknu borgarstjórnarslitum en einmitt hún?
Óska ykkur öllum gleđilegs árs og ţakka liđiđ ár. Vona ađ friđur, fallegar hugsanir og mátuleg angurvćrđ í bland (fyrir ţá sem ţađ fíla) geri áramótin ykkar eftirminnileg og góđ.
Athugasemdir
Gleđilegt ár Anna mín og ég biđ ađ heilsa öllum. Knús
Oddrún , 31.12.2007 kl. 15:18
Gleđilega hátíđ :-)
Kristján Kristjánsson, 31.12.2007 kl. 16:00
Gleđilegt ár mín kćra nafna og sömu óskir til ţín um friđ og fallegar hugsanir. Takk fyrir skemmtileg kynni (aftur) og nú í bloggheimum
Anna Ólafsdóttir (anno) 31.12.2007 kl. 16:35
Gleđilegt nýtt bloggár og takk fyrir ţađ gamla
Linda litla, 31.12.2007 kl. 22:25
Gleđilegt nýtt ár, takk fyrir skemmtileg kynni hér í blogglandi.
Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:27
Gleđilegt nýár -- ţakka upprifjun á gömlum kynnum nú á nýliđnu ári.
Góđ kveđja í bćinn.
Sigurđur Hreiđar, 1.1.2008 kl. 14:20
Gleđilegt, gleđilegt, gleđilegt nýtt ár
og ţakka ţér fyrir ţađ nýliđna og öll hin góđu.
Helga 1.1.2008 kl. 16:59
Takk öll, gömlu vinirnir mínir og bloggvinir. Ţegar ég byrjađi ađ blogga á Moggablogginu, eftir talsverđan tíma á öđru bloggi, vissi ég ekki hve máttugt ţetta samfélag er, ađ fćra gamla vini aftur nćr og kynnast nýju og áhugaverđu fólki. Góđur heimur, ekki gallalaus, en kostirnir fram til ţessa svo ótrúlega miklu meiri en gallarnir. Gleđilegt ár enn á ný.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.1.2008 kl. 23:55
Takk fyrir góđa bloggsíđu Anna, ţú kannt ţetta. Gleđilegt nýtt ár og takk fyrir gamla daga. Kisi er ennţá sprćkur og vel varinn. Kćr kveđja eva
Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 01:07
Takk sömuleiđis, Eva, gaman ađ frétta af kisa.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.1.2008 kl. 17:30