Áramótin, hjálparsveitirnar og friðarósk til ykkar allra!

Áramótin eru skammt undan. Mér finnst fátt eins hátíðlegt og að heyra ,,Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" en hins vegar missi ég nú orðið oft af þeirri stund, ýmist hlaupandi út og inn að skoða sprengjuglaða fjölskyldumeðlimi og vini láta ljós sitt skína, og auðvitað að styrkja hjálparsveitirnar í leiðinni. Áður var það verkefni mitt að halda í ,,hendina" á hundinum okkar, Tinna, en Simbi köttur, sem er eina eftirlifandi gæludýrið okkar, og líka farinn að eldast, er bara furðu hugrakkur þegar flugeldar og sprengjur eiga í hlut, en meinilla við ryksuguna, eins og heiðarlegum köttum sæmir.

Hjálparsveitirnar hafa verið eftirminnilega kallaðar út frá flugeldasölu í aðdraganda þessara áramóta og ég vona að afleiðingin sé sú að sem flestir vilji styrkja þær, en ekki að salan detti niður vegna vonda veðursins.Meðan hjálparsveitirnar hafa þennan tekjustofn sem sinn helsta þá hefur ljósadýrðin tvöfalt gildi.  

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, kannski rifja ég það aðeins upp (helstið alla vega) á næstunni, kannski ekki. Mér þykir alla vega merkilegt að hægt sé að hagga ,,náttúrulögmálum" eins og sitjandi stjórnum, hvort sem eru í borginni eða annars staðar. Þetta ,,annars staðar" er reyndar eitthvað sem völvur hafa verið að spá að undanförnu, mér finnst auðvitað Völva Vikunnar vera þessi eina sanna. Hver önnur hefur látið sér detta í hug að spá Vestmannaeyjagosi og þessu tilteknu borgarstjórnarslitum en einmitt hún?

Óska ykkur öllum gleðilegs árs og þakka liðið ár. Vona að friður, fallegar hugsanir og mátuleg angurværð í bland (fyrir þá sem það fíla) geri áramótin ykkar eftirminnileg og góð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddrún

Gleðilegt ár Anna mín og ég bið að heilsa öllum. Knús

Oddrún , 31.12.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gleðilega hátíð :-)

Kristján Kristjánsson, 31.12.2007 kl. 16:00

3 identicon

Gleðilegt ár mín kæra nafna og sömu óskir til þín um frið og fallegar hugsanir. Takk fyrir skemmtileg kynni (aftur) og nú í bloggheimum

Anna Ólafsdóttir (anno) 31.12.2007 kl. 16:35

4 Smámynd: Linda litla

Gleðilegt nýtt bloggár og takk fyrir það gamla

Linda litla, 31.12.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir skemmtileg kynni hér í blogglandi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Gleðilegt nýár -- þakka upprifjun á gömlum kynnum nú á nýliðnu ári.

Góð kveðja í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 1.1.2008 kl. 14:20

7 identicon

Gleðilegt, gleðilegt, gleðilegt nýtt ár  og þakka þér fyrir það nýliðna og öll hin góðu.

Helga 1.1.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, gömlu vinirnir mínir og bloggvinir. Þegar ég byrjaði að blogga á Moggablogginu, eftir talsverðan tíma á öðru bloggi, vissi ég ekki hve máttugt þetta samfélag er, að færa gamla vini aftur nær og kynnast nýju og áhugaverðu fólki. Góður heimur, ekki gallalaus, en kostirnir fram til þessa svo ótrúlega miklu meiri en gallarnir. Gleðilegt ár enn á ný.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.1.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir góða bloggsíðu Anna, þú kannt þetta. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla daga. Kisi er ennþá sprækur og vel varinn. Kær kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 4.1.2008 kl. 01:07

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk sömuleiðis, Eva, gaman að frétta af kisa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.1.2008 kl. 17:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband