Já - og krosssaumsmynd eftir óleystri stćrđfrćđigátu.
7.12.2007 | 17:35
Nú er ég farin ađ finna fyrir ţessari ánćgjutilfinningu sem oft (alls ekki alltaf) gerir vart viđ sig í upplestrarfríum. Ţegar ég les (eđa glími viđ dćmi og verkefni) og hugsa: Aha, svona er ţetta já, hmmm hlýtur ađ vera ađ hćgt ađ vinna međ ţađ. Hins vegar er ég vel međvituđ um ađ ég er ađ fara í hrikalega erfitt próf í erfiđu námsefni 11. desember. Og ţótt hitt prófiđ sé mun léttara ţá er námsefniđ alveg ofbođslega mikiđ og ég ţarf líka ađ ná ađ hćkka mig um heila ţrjá í ţví fagi (á lélega einkunn en náđi prófinu ţó á fyrsta ári eftir ađ Stebbi bróđursonur minn var búinn ađ ýta mér áfram međ mikilli elju). Ţetta er til ađ lappa upp á međaleinkunnina í ţeim fögum sem ég er EKKI ađ taka til MS prófs (tek 21 viđbótareiningu viđ MS námiđ í forkröfur). Einhvern veginn gleymdi ég mér og fékk eiginlega bara góđar einkunnir í MS-fögunum og ţess vegna ţarf ég ađ hćkka mig í forkröfunum.
Ţannig ađ ţótt ţetta ,,Aha" sé komiđ ţá er ekki allt í höfn, síđur en svo. En óneitanlega gaman ađ vera farin ađ njóta próflestarins, gera uppgötvanir og sjá fram úr ađ komast yfir námsefniđ (fyrir fyrra prófiđ).
Svo ţegar ég er ţreytt gríp ég í saumaskap, sem er fíkn, sem blossar af og til upp. Er ađ sauma krosssaumsmynd eftir óleystri stćrđfrćđigátu. Ekki viđ hćfi ađ sauma annađ núna.
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook