Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Dreg tillögu mína um ráðríki í stað ráðherra til baka og mæli þess í stað með -ráði Sigurðar Hreiðars, forsætisráð, utanríkisráð og svo framvegis. Alveg þjóðráð!
23.11.2007 | 16:32
Dreg tillögu mína um ráðríki í stað ráðherra til baka og mæli þess í stað með -ráði Sigurðar Hreiðars, forsætisráð, utanríkisráð og svo framvegis. Alveg þjóðráð! Þessi hugmynd kom fram í vingjarnlegum ritdeilum hér á bloggsíðunni minni og ég vil endilega koma henni á framfæri, og auðvitað rétt feðraðri. Engin ástæða til að skreyta sig með lánuðum fjöðrum. Í tilefni af því má ég til með að segja ykkur eina litla sem téður Sigurður sagði mér einmitt einhverju sinni:
Maður hringdi í bókabúð Æskunnar í því skyni að athuga hvort til væri sú ágæta ljóðabók Svartar fjaðrir, sem hann var vanur að gefa fermingarbörnum.
- Góðan daginn, eigið þið til ,,Svartar fjaðrir"?
- Nei því miður, engar fjaðrir!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Ég sting djóklaust upp á umbátt. Menntamálaumbátt, iðnaðarumbátt.
Svo var ég líka með þjóðþý. Þjónusta við þjóðina. Gæti breytt viðhorfi kjörinna fulltrúa.
Bergur Þór Ingólfsson, 23.11.2007 kl. 17:41
Þessi tillaga hefur greinilega hreyft við nýyrðasmiðjum landsins, og margar spennandi tillögur á sveimi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.11.2007 kl. 17:57
Þakka þér fyrir Anna mín. Þetta ráð er skárra en margt annað, þó í grunninn þyki mér óþarfi að hrófla við ráðherrunum, þó kvenkyns séu. Þær hafa flestar borið það starfsheiti með reisn.
Maðurinn sem hringdi í bókabúðina var -- sjálfur ég!
Sigurður Hreiðar, 23.11.2007 kl. 18:31
Þessi saga um Svartar fjaðrir hefur lengi fylgt mér og viðurkenni að mig grunaði að þetta væri þú, sem hefðir hringt í bókabúðina. En varðandi ráðin, þá held ég að það hafi ekki komið fram betri hugmyndir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.11.2007 kl. 20:34
en Herra ráðsmaður eða fröken ráðskona, það væri best, eins og: utanríkisráðskona hvað segir þú um íraksstríðið?
Haukur Kristinsson, 23.11.2007 kl. 21:55
"Menntamálaráð situr fyrir svörum í kvöld", "viðskiptaráð lagði fram frumvarp í dag"! Ég þyrfti að venjast þessu, en aldrei að vita nema það gagni. En ef við sitjum uppi með herra þá endilega að fallbeygja það eins og kerra (hann er notadrjúgur sjóður Kvennalistans).
En í tilefni af sögunni þegar Sigurður ætlaði að kaupa Svartar fjaðrir þá rifjaðist upp fyrir mér þegar öryggi sprakk í rafmagnstöflunni heima hjá mér á sunnudegi. Ég skokkaði út í sjoppu og spurði unglingsstúlku sem afgreiddi þar hvort hún ætti öryggi (og áður en ég náði að sýna henni sprungna öryggið svo ég fengi nú örugglega eins) þá blóðroðnaði hún upp í hársrætur, sagði vandræðalega: "Bíddu aðeins", kom að vörmu spori með fullan bakka af smokkum og sagði: "Við eigum bara þessar sortir". Starandi á smokkana og stúlkuna til skiptis áttaði ég mig á því að á þessum tíma voru unglingar hvattir til að setja "öryggi" á oddinn og nota smokka til að verja sig gegn HIV-veirunni.
Helga 23.11.2007 kl. 22:07
Í orðabók eru tvær merkingar á orðinu "herra". Annars vegar "karlmaður" og hins vegar "yfirmaður". Í orðinu ráðherra er verið að nýta merkinguna "yfirmaður" en ekki "karlmaður".
Þetta orð tengist því ekki kyni á nokkurn hátt í þessari merkingu. Það er misskilningur. Orðið á því nákvæmlega jafn vel við konur og karla. Því fellur þetta mál um sjálft sig og allur samanburður við frúarendinguna er marklaus þar sem verið er að nota yfirmannsmerkinguna en ekki karlmannamerkinguna.
Ég er hins vegar alveg sammála því að ef orð eru mjög karl- eða kvenlæg en notuð um bæði kyn þá er ekkert að því að finna ný. Það á hins vegar ekki við í þessu tilfelli.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.11.2007 kl. 22:18
Ég held að ég taki nú mikið mark á ráðum Sigurðar Hreiðars um nafngiftir eftir að hafa lesið á blogginu hans þetta óborganlega nafn á menn sem ekki eru innfæddir Akureyringar: HAMAS (Helvítis AðkomuMaður Að Sunnan). Ég hélt að húsbandið myndi kafna úr hlátri þegar ég sagði honum frá þessu nýyrði. Það verður notað óspart héðan í frá við hin ýmsu tilefni Það má taka fram að við búum á Akureyri en erum bæði HAMAS
Anna Ólafsdóttir (anno) 24.11.2007 kl. 00:16
Öryggismál í nýju samhengi. Já, Sigurður Hreiðar er orðhagur maður, við unnum saman í fimm ár og það var alltaf gaman að heyra nýjar hugmyndir frá honum, held hann eigi nokkur nýyrði sem skotið hafa rótum.
Varðandi merkingu orðsins herra, þá sé ég að strangt til tekið gæti Sigurður Viktor verið í hópi þeirra sem kvenkenna guð, aldrei að vita. En líklega er þetat allt fyrst og fremst spurning um máltilfinningu en ekki mál- eða merkingarfræði.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.11.2007 kl. 02:45
Gallinn við -ráð er að það vísar alltaf í hóp, þannig að eina leiðin fyrir einstakling að vera "ráð" er ef hann (eða hún) er haldinn "multiple personality disorder" á háu stigi.
Púkinn er ekki alveg viss um að þjóðin þurfi á því að halda.
Púkinn, 24.11.2007 kl. 10:23
Anna, í Hafnarfirði eru menn AA, Aðfluttir Andskotar.
Matthías
Ár & síð, 24.11.2007 kl. 12:57
Spurning til púkans: Var Etasráð hópur? Var það ekki tignarheiti einstaklings? Hvað segir orðabókin þar um?
Annars: Ég vildi að ég hefði skrifað pistil Sigurðar Viktors hér að ofan. Er í raun algjörlega sammála honum. Mín uppástunga var aðeins til þrautavara.
Ég legg til að alþingi vísi þessu bulli frá og tali um eitthvað þarfara.
Sigurður Hreiðar, 24.11.2007 kl. 13:11
Er nokkur þörf á að kvenkenna Guð, frekar en karlkenna það. Er ekki með Guðið eins og suðið, puðið og tuðið, hvorugkyn?
Annars hefur minn skilningur ávallt verið sá að ráð samanstandi af fleiri en einni persónu. Samanber ráðherraráð. Ráðaráð? Er það þá ráð margra ráð(herr)a eða ráða, sem eru þá ráð eða ráð(herr)a(r) ?!?
Annars finnst mér hrópandi ósamræmi í þessu öllu. Hvort er verið að berjast gegn heitum sem eru svo rígnegld við karlmenn eða karlkynsheitum almennt? Mér finnst t.d. ekki mikil samkvæmni í að þær konur sem fyrir hádegi kalla sig talskonur þingkonur, kalli sig svo formenn eftir hádegi. Hvað með heiti eins og; fræðingur, fulltrúi, ritari og höfundur? Þetta eru jú allt karlkynsheiti. Væri ekki nær, ætli einhver að taka til í heiminum, að vera samkvæm(ur) sér og byrja í eigin ranni?
Brjánn Guðjónsson, 24.11.2007 kl. 14:44
Eða t.d. sjúkraliði?
Sigurður Hreiðar, 24.11.2007 kl. 14:51
takk fyrir falleg orð á blogginu mínu.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 17:38