Styttur bæjarins og minnisvarðar - Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Get ekki verið annað en sammála því að það var löngu tímabært að koma upp minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Reykjavík, gott mál fyrst á annað borð er verið að koma upp styttum og minnisvörðum. Man eftir umfjöllun þegar verið var að benda á hverjar styttur bæjarins væru, sem sagt nafngreindir karlmenn og nafnlausar (og stundum naktar) konur. Úr því mátti svo sannarlega bæta.

Hins vegar hef ég alltaf verið frekar tvístígandi í afstöðunni til þess hvort styttur og minnisvarðar séu best til þess fallnar að halda minningu fólks á lofti og ennfremur hvort þær séu sú tegund listar sem helst ætti að hampa. Ákveðinn efi verið að læðast um vegna þessa. En svo fletti ég myndum, og hvað sé ég? Mynd af fjölskyldumeðlimum við ýmsar styttur í ýmsum borgum. Flestar stytturnar dáfallegar, oft hef ég fræðst ögn meira um sögu borgarinnar þegar ég hef verið að leita upplýsinga um viðfang styttunnar, hvort sem um manneskju, goðsagnarveru eða eitthvað annað er að ræða. Og svo ætti auðvitað aldrei að taka afstöðu gegn lifibrauði listamanna, þannig að já, styttur eru bara hið besta mál. Og svo kemur fyrir að þær taka þátt í pólitískum yfirlýsingum eða hrekkjum, sumt er fyndið annað síður og fyrir kemur að þær eru nauðsynlegur þáttur í pólitískri sögu. Í Budapest er búið að koma öllum gömlu kommúnismastyttunum fyrir í garði sem er víst mjög vinsæll (ferðaþjónustutækifæri) annars staðar er styttum velt, eða þeim hampað, færðar á betri staði.

Ég held kannski ekki að Bríet sé á leiðinni á Austurvöll, en hmmm spennandi að fylgjast með vegferð þeirrar styttu ef einhver verður. Hún er alla vega komin upp.

Og svo má auðvitað ekki gleyma fallegu styttugörðunum, sem eru listaverk út af fyrir sig, Vigelandsanlegget í Oslo og í Reykjavík er garður Einars Jónssonar við Hnitbjörg mikill töfraheimur. Já, ég held ég verið sífellt hrifnari af styttum. Hér í gluggakistu kúrir líka hún Klara mín Mikk. Segi ykkur kannski sögu hennar við tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get verið sammála því að "styttur séu hið besta mál", en í hvert skipti sem ég veit af því að það sé verið að reisa styttu rifjast upp fyrir mér þegar ég horfði í forundran á hauslausa styttu með gat í miðjum hálsinum í Grikklandi, Aþenu minnir mig. Ég læddist til gríska leiðsögumannsins og spurði af hverjum þessi stytta ætti að vera. Hún brosti og sagði: "Þeim öllum". Ég varð enn undarlegri í framan og þá sagði hún: "Menn voru að spara pening og skiptu um haus á búknum þegar skipt var um ríkisstjóra". Það var m.ö.o. steyptur pinni í miðjan hausinn og honum stungið í gatið á hálsinum á "styttubúknum".

Helga 8.11.2007 kl. 03:53

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Snilldar styttusaga!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.11.2007 kl. 06:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband