Barði er ,,ekki hægt"

Hef ekki haft nennu í mér við að setja mig inn í kapphlaupið um íslenska framlagið í Eurovision, vildi alveg afdráttarlaust fá Svein, höfund ,,Ég les í lófa þinn" aftur með í þetta sinn og er ekki alveg að fatta fyrirkomulagið. Áfram ósátt við fjarveru Sveins. Heyri lag og lag á Rás 2 og þau hafa ekki vakið athygli mína, ennþá. En í kvöld var það smá blogg frá Jenný Önnu sem varð til þess að ég fór á vef RÚV og horfði á lag sem ég var búin að heyra utan að mér að ætti að vera í kvöld. Var næstum búin að leggja undir mig umræðuna hjá henni og sé að það er víst bara best að hlífa henni og segja það sem ég hef að segja hér.

Sem sagt, einn lagahöfunda nú er Barði Jóhannsson, sem sló í gegn í mínu lífi með því að syngja hið ofurhressa lag: Stop in the name of love! eins og algert dauðyfli og gera það töff. Hann er með fyndnari mönnum. Þegar ég heyrði að hann ætlaði að vera með techno og Gilzenegger þá óneitanlega vaknaði forvitni mín. Og svo þegar ég var búin að lesa bloggið hennar Jennýar Önnu þá var bara að tékka á laginu, og Hó, hó! þetta lag er alveg með ólíkindum, sem og viðtalið við Barða (sem er bara venjulegur Barði). Erpur kemur líka sterkur inn. Þið sem eruð óþolinmóð eins og ég, færið bara stikuna fram í rúmlega miðjan þátt. Og það vann sem sagt í keppni kvöldsins.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4360041


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg snilldarflott lag... Algjört technotrass...

Mér fannst reyndar Þorvaldur og Erpur bara fyndnir. En Selma sagði allt sem hægt er að setja um þetta lag. Þetta situr gjörsamlega fast á heilanum á manni. Þvílík og önnur eins snilld. Svo var náttúrulega ekkert verra að hafa svona mikið af velvöxnum karlmönnum að horfa á.

En ég spái því að þetta lag eigi eftir að fara ansi langt... ef ekki alla leið...

Jóhanna 3.11.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lagið kom skemmtilega á óvart. Þori varla að segja að það hafi verið gott ef Barði var síðan að gera grín að okkur og Evróvisjónkeppninni ... Æ, hann er svo mikill snillingur, ég segi það bara samt! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.11.2007 kl. 00:02

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Barði er mikill húmoristi og þetta lag er svo sem komið á heilann á mér, þótt gersamlega heilalaust sé (lagið). Þetta var alveg snilldar ,,show" og ég er virkilega spennt að sjá hvort það slær í gegn í Eurovision eða ekki, því mér finnst líklegt að þetta verði okkar framlag.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.11.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Lagið var eitthvað það lélegasta sem komist hefur áfram og textinn var alveg hörmung (enda viðurkenndi Barði að það hefðu farið u.þ.b 3 klukkutímar í lagið).  Það var undirstrikað rækilega með þessum úrslitum að það  er mest "showið" sem gildir og þá skiptir ekki máli hver gæði tónsmíðarinnar eru.

Jóhann Elíasson, 4.11.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Jóhann. Barði hefur engann áhuga á að senda einhverjar alvarlegar tónsmíðar í þessa keppni því að hann, ásamt flestum held ég, tekur hana ekki alvarlega. Þessi keppni er algjört djók og það er eiginlega sorglegt hversu margir skúffu lagahöfundar sjá frægð og frama í þessu öllu saman. Hversu langt síðan hefur einhver orðið frægur eftir að hafa unnið þessa keppni. Síðastur var held ég Michael Flatley fyrir Riverdance shjóið sem var sýnt í hlénu á Írlandi.

Það er langt síðan að menn hafa unnið fyrir góðar lagasmíðar. Sérstaklega síðan Austur Evrópa byrjaði að taka yfir keppninni. Lagið hans Barða er fullkomið fyrir þessa keppni og sérstaklega þar sem sjóið er mjög gay friendly.

Topp lag. 

Ómar Örn Hauksson, 4.11.2007 kl. 17:36

6 identicon

Hrafnkell, Barði er að gera grín, bæði að sjálfum sér og Eurovision með lögum sínum og Erpur og Þorvaldur gerðu ekkert til að lítillækka neitt, hvorki Barða né lagið. Það sjá það allir að þetta er ekki flókið meistaraverk og þá er ekki hægt að fjalla um það sem slíkt.

Jóhann, hvað vilt þú að komist áfram? Þetta er fyrsta lagið í þessum þáttum sem á nokkurn möguleika að komast upp úr undankeppninni. Lagið er heldur ekki lélegt, hreint ekki. Sem Scooterískt europop er það fullkomið í alla staði. Það er ekki hægt að bera slíkt saman aðrar tónsmíðar.

Gummi Valur 4.11.2007 kl. 17:56

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta var brandari sem virkar bara einu sinni

Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 21:36

8 identicon

Ég gat ekki varist brosi, í hvert sinn sem lögin voru rifjuð upp og lagið hans Barða heyrðist. Auðvitað er þetta eðal húmor. Hinsvegar tel ég lagið alveg borðleggjandi í keppnina. Það að 'aðeins' hafi tekið 3 tíma að hnoða lagið saman, tel ég því til tekna, enda ekki gæðastimpill að lög séu of lengi að fæðast. Þá verða þau of unnin og gerilsneydd. Þetta er einmitt kraftur augnabliksins. Þannig er líka með góðan húmor. Vera spontant.

Brjánn Guðjónsson 5.11.2007 kl. 01:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband