Skemmtileg ferđ FONÁ (Fugla- og náttúruverndarfélags Álftaness) út í Rana í himnesku veđri - en ,,veđurfrćđingar ljúga"

Hér á Álftanesi eru mörg skemmtileg félög og eitt ţeirra er FONÁ (Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness. Félagiđ stendur međal annars fyrir gönguferđum um falleg svćđi hér á nesinu, og ein slík var farin í dag, út í Rana, sem er sá hluti Bessastađaness sem nćstur er Garđabć og Kópavogi. Mér er stundum kippt međ í slíkar ferđir til ađ miđla sögufróđleik um nesiđ á vegum ýmissa félaga og gönguklúbba. Ţađ tryggir mér ýmsa skemmtilega göngutúra áriđ um kring. Hóparnir eru misstórir en allar ţessar ferđir eru hver annarri skemmtilegri og ferđin í dag var líklega sú fyrsta sem ég fór ađ hluta til á slóđir sem ég hef ekki áđur gengiđ hér á nesinu, ţađ er ysta leiđin út í Rana var mér gersamlega ný gönguleiđ. Margar álftir á leiđinni, ţćr hafa veriđ ábendandi á túnum og tjörnum hér ađ undanförnu, enda er ţetta Álftanes. Ţarna trítluđum viđ á milli hesta sveitunga okkar, sem voru í haustbeit og vćntu mikils af okkur. Svolítiđ ađgangsharđir, en ţađ var bara krydd í tilveruna. Viđ skođuđum Skothús sem er hćsti punktur hins viđfeđma Bessastađaness og gengum síđan seinasta spottann út í Rana í fjörunni og vorum ţá komin ótrúlega nálćgt Sjálandi í Garđabć, Arnarnesi og Kópavoginum. Á myndinni er raninn eins og smá fingur sem bendir ađ Eskinesi og myndar um leiđ ós á Lambhúsatjörn, sem er nokkurn veginn fyrir miđju ađ neđan á myndinni. Ţarna eru mýrar og móar, fallegar íssorfnar klappir og fjörur, mismunandi greiđar yfirferđar. Víkin viđ Ranann heitir Músavík en viđ fórum upp á land aftur áđur en viđ komum í hana, enda greiđfćrast ţá leiđina til baka. Takk, FONÁ fyrir ađ drífa mig í ţessa skemmtilegu ferđ. 

 

 

 

 

 

 

 

Veđurspáin var hins vegar frekar uggvćnleg og allir pollagallar međ meiru dregnir upp, ţótt ekki vćri hćgt ađ finna allt til sem heppilegt hefđi veriđ. En hvađ sagđi ekki skáldiđ: Veđurfrćđingar ljúga! ... og ţađ var rétt í dag. Viđ fengum ekki dropa á okkur ţrátt fyrir úrhellisspá, heldur ţvert á móti sólarglennu og indćlis veđur alla leiđ. Ég er reyndar mikill ađdáandi veđurfrćđinga og veđurfregna, en í ţetta sinn stóđust ţessi brigslyrđi, sem betur fer, og veđriđ var gott, en eflaust hafa einhverjir tekiđ mark á spánni og hćtt viđ ferđina, fyrir utan alla ţá sem tóku kirkjukaffiđ framyfir. Ţađ er alltaf vinsćlt. En viđ göngugarparnir vorum brosandi hringinn eftir ferđina ţar sem viđ mćttum prúđbúnum kirkjugestum á hlađinu á Bessastöđum viđ í polla/göngugöllunum og ţeir í sparifötunum. Allir vonandi jafn uppnumdir og viđ eftir stefnumót viđ náttúru og sögu nessins okkar. 


 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband