Úr sparifötunum í hettupeysuna ...

Vinnan hefur mikil áhrif á daglegt líf okkar flestra. Eitt af ţví sem vinnan stýrir er í hvernig fötum hver og einn er stćrstan hluta vikunnar. Ég var í blađamennsku á međan blađamönnum leyfđist ađ klćđast frekar kćruleysislega. Á lausamennskuárunum fyrri (1985-1989) var frelsiđ lengst af jafnvel enn meira, en svo tók pólitíkin viđ, sex ár í pilsi. Aftur komu fimm ár í lausamennsku og sagnfrćđirannsóknum og nánast fullkomiđ frelsi. Áriđ á Lćknablađinu var ekki íţyngjandi og svo fór ég í hugbúnađarbransann og ţar fann ég mig jafnvel enn betur en í lausamennskunni, ţađ er ađ segja í hettupeysunni, svörtu buxunum og misvilltum skóm. Dyggir lesendur bloggsins míns vita ađ ég á ótrúlegt úrval af bleikum skóm (strigaskó, ökklaskó, jafnvel bleika gönguskó!) og ég notađi ţá ćđi marga á ţessum indćlu hettupeysuárum. Svo fór ég í annađ hlutverk innan hugbúnađargeirans og snöggtum meiri samskipti viđ viđskiptavinina og ţađ var ekki ađ sökum ađ spyrja, snúin aftur í jakkana, ađ vísu ögn frjálsari en á pilsárunum, ég á einn knallbleikan til dćmis, sem virkar vel. En ah, núna er ég sem sagt hćtt í ţessu hlutverki, lausamennskan tekur viđ og blessađar hettupeysurnar hafa tekiđ viđ. Nokkrar bćst í hópinn ţví ég hef augljóslega trúađ á líf eftir vinnu, en mikiđ er ţetta nú notalegt. Í gćr var fyrri ,,síđasti" vinnudagurinn minn í sparifatavinnunni minni og á mánudag held ég bara ađ ég mćti í hettupeysunni, ţví formlega hef ég lokiđ störfum en tók ađ mér eitt smáverkefni sem ég ćtla ađ vinna fyrir gömlu vinnuna mína á mánudag eftir skóla. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband