Dagur borgarstjórnar og borgarstjórn Dags, Svandísar, Margrétar, Björns og okkar allra hinna

Þetta hefur verið spennandi dagur í þjóðmálum, því borgarmálin eru mál allrar þjóðarinnar, þetta er höfuðborgin okkar allra. Mál undanfarinna daga varða okkur öll. Ég óska nýju borgarstjórninni farsældar og friðs til að finna góða lausn á REI málinu furðulega. Það var frá upphafi ljóst að þarna var á ferðinni mál sem átti að keyra í gegn, þagga niður, humma af sér ... og það tókst ekki. Allir sem tóku þátt í umræðunni stóðu vaktina og þess vegna tókst ekki að þagga, humma, keyra í gegn og gleyma. Þvert á móti knúði aðhald almennings og skörugleg framganga Svandísar fram meiri breytingar en nokkurn óraði fyrir í upphafi. Og næstu skref í þessu tiltekna máli verða forvitnileg. Málefnalega eru meirihlutaflokkarnir eðlilegir samstarfsaðilar og vænlegir til góðra verka. Misspennandi að mínu mati, en ég vona sannarlega að þarna sé stofnað til góðs samstarfs um öll verk og það merkir meðal annars að halda verður í skefjum þeim öflum sem hugsanlega eru innan sumra flokkanna að reka einkavinavæðingu. Ég veit ekki betur en faðir Svandísar hafi komið orðinu einkavinavæðing út í samfélagið og ég vona að hún gæði þetta orð merkingu með þeim hætti að vinna öflugar en áður hefur þekkst að því að útrýma henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju nafna með Svandísi  Hún hefur gefið mér og örugglega mörgum fleiri von um það að lýðræðið sé enn virkt og það skipti máli að spyrna við fótum. Hún hefur verið algjörlega frábær í framgöngu sinni í REI-málinu. Nú er bara að vona að hægt verði að vinda ofan af þessari vitleysu allri saman.

Anna Ólafsdóttir (anno) 13.10.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, ég er sammála um Svandísi, sameiginlegt átak hennar, bloggsins og jafnvel fjölmiðla sem ekki sofnuðu á verðinum er búið að koma okkur þangað sem við erum nú í þessu máli. Framhaldið verður vonandi öllum til fullrar sæmdar, kominn tími til.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.10.2007 kl. 20:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband