Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bubbi töffari og Stuðmenn með lítið fyndna stæla
17.8.2007 | 23:11
Bubbi Morthens var bara hreinlega kóngurinn á tónleikunum sem við vorum að fylgjast með í sjónvarpinu, með tónlistina í botni, þar til Stuðmenn byrjuðu með hljóðgervlastælana sína og tókst að slátra hverju snilldarlaginu á fætur öðru. Arrrggg það hefur einhver (Jakob) orðið vitlaus á tökkunum á hljóðgervlunum og skipað Agli að syngja millirödd í öllum lögunum. Svarti Pétur jaðraði við að vera í lagi, en þvílíkir stælar og ekki fyndnir. Ef þeir voru að reyna stæla Leningrad Cowboys þá var það mjög mislukkað (rússneskt lag og þýsk þýðing á öðru þekktu lagi). Synd að rústa annars frábærum tónleikum, en Bubbi var alla vega æði. Og reifst ekki síður en á góðum Þorláksmessutónleikum.
Flokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Algjörlega sammála - það fauk aðeins í mig var að blogga um þetta.
Edda Agnarsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:33
Ekkert smá sammála þér. Hugsaði einmitt um þessa tengingu við Len.Cowb. Stuðmenn voru bara lásí kallar, hefðí mátt slútta á betri nótum, Bubbi er flottastur.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 23:49
Bubbi var algjör snilld! og Stuðmenn algjör andstæða. Stuðmenn, þið megið skammast ykkar...
Gunnar Reyr Sigurðsson, 18.8.2007 kl. 00:14
Nylon voru líka góðar.
Sigurjón Þórðarson, 18.8.2007 kl. 00:52
Góðir tónleikar.
Stuðmenn :::::: farið nú að leita á fornar slóðir ef þið ætlið að lifa lengur.
Þórhallur G Kristvinsson 18.8.2007 kl. 00:55
Æjijá, Stuðmenn virkuðu eins og tuðmenn í kvöld en ég veit ekki með Bubba, vissulega er hann töffari en hann er að feika það. Að koma fram í nafni eins af þeim bönkum sem arðræna íslenskan almenning sem aldrei fyrr og gagga á pólitíkusa fyrir að bruðla með almannafé - tsja, mér dettur í hug lýðskrum - eða heimska. Jafnvel bæði.
Hulda Hákonardóttir 18.8.2007 kl. 01:27
Tónleikarnir voru algjörlega frábærir og allir flytjendur stórkostlegir utan lokaatriðisins með Stuðmönnum. Stuðmenn með sína hlóðgervla voru vægt sagt leiðinlegir og ömurlegir. Vona að ég þurfi aldrei að hlýða á þá framar né sjá.
Ég þakka bankanum og sjónvarpinu fyrir að skila þessu góða efni ( fyrir utan Stuðmenn ) heim í stofu til mín !
x 18.8.2007 kl. 02:10
Ég tek undir með Huldu Hákonar um þetta með bankana enda tók ég ekki eftir því að Bubbi hafi rifist á tónleikunum eins og mín gamla vinkona Anna Ólafs. heldur fram!
Það var helst Egill Ólafs. sem ýjaði að einhverju slíku í laginu um bankaræningjann þegar hann talaði um að nú væri öldin önnur. Það þyrfti ekki að ræna bankana lengur því aðgengi að fjámagni væri það greið. Lagavalið bendir og reyndar til slíkrar gagnrýni.
Ég bjóst hins vegar við að hann, eða einhver annar af ´68-kynslóðinni (Bubbi er auðvitað fyrir löngu búinn að selja sig), færi að tala um að bankaræningjarnir ynnu nú í bankanum svo það þyrfti ekki lengur að brjótast inn í hann (aðeins fá sér toppvinnu þar) - og spyrja varðandi nýjustu viðskipti Kaupþings hvort íslenski bankinn hefði keypt þann hollenska eða hvort það kannski væri öfugt farið: sá hollenski hefði keypt Kaupþing og þessi merki banki okkar væri ekki lengur íslenskur?
Þá hefði einhver mátt nefna að það væri gleðilegt að Kaupþing sæi enn ástæðu til að hugsað um markað sinn hér á landi þótt bankinn væri búinn að flytja 85% af eigin fjármagni til útlanda.
Mér fannst Stuðmenn allt í lagi. Egill klikkar jú aldrei.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín 18.8.2007 kl. 09:20