Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Vændi var á alþingi leitt í lög ...
10.8.2007 | 20:23
Ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði nýjasta framlag Bogomil Font til dægurlagaflórunnar. ,,Vændi var á alþingi leitt í lög" var glaðbeitt viðlag hans í hárbeittum texta í lagi um Gunnar og Geira (þið vitið hverja) og slær jafnvel hittaranum frá í fyrra við: ,,Veðurfræðingar ljúga" sem er næsta meinlaus texti hjá þeim sem hann teflir núna fram. Ég hef reyndar lengi verið eldheitur aðdáandi Bogomils Font og allra annarra alter-ego-a Sigtryggs Baldurssonar, en mér heyrist að í þetta sinn hafi hann tekið eldfimt umræðuefni og sett á dagskrá með sínum hætti og kallað hlutina réttum nöfnum. Þarf að komast yfir textann við fyrsta tækifæri, ef einhver á hann þigg ég hann með þökkum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég hjó eftir þessu sama, tók ekki eftir því fyrr en lagið var að verða búið. Var þetta í viðlaginu?
Anna Ólafsdóttir (anno) 10.8.2007 kl. 21:58
Missti af þessu, í almáttugs bænum skelltu honum á bloggið ef þú kemst yfir hann.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 22:05
Við höfum flutt karlmenn inn grimmt á síðustu árum og þar með raskað jafnvægi kynjanna og það hefur óhjákvæmilega afleiðingar hvað sem hver segir og í því ljósi finnst mér þessi lagasetning vera eðlileg afleiðing. Hins vegar þarf alvarlega að fylgjast með því hvort þetta færir ránina niður hvað barnaníð varðar og jafnvel sparar elítunni ferðir til austurlanda. Málið er margþætt.
Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 22:09
Fyrirgefðu, Anna, að ég skuli leyfa mér að segja þetta á síðunni þinni: Þvílíkur sóðaskapur sem vellur hér út úr BF .
Má biðja þetta BF um að orða skoðanir sínar á íslenskum konum og vændi á íslensku? Væntanlega þykir BF mikið til þeirra koma, svo að það ætti að vera því nokkurs virði að lesendur skilji orðbragðið.
Helga 10.8.2007 kl. 23:20
Þú ert við stjórn og þú flytur inn karlmenn umfram kvenmenn. Þetta er ungt fólk og það hefur ákveðnar afleiðinagar. Ég veit að þetta er óvenjulegt enda hefur það ekki verið þekkt í nema 20 þús. ár...
Baldur Fjölnisson, 11.8.2007 kl. 00:23
Sæl Anna
Takk fyrir hlý orð í garð Bogomils Fonts. Við erum á fullu að undirbá spariballið á Broadway í kvöld, þar verður þetta lag tekið og veðurfræðingarnir líka
Fyrir forvitna er lagið að finna á millablogginu í tónspilaranum (millarnir.blog.is) og á ruv.is því að við vorum í föstudagskastljósinu sem er einmitt á netinu)
Nektarklúbbabúbbar
Lag: Mighty Sparrow Texti: Einar Malmberg
Gósentíð upp í Reykjavík rann
er reikull ég nektarklúbbana fann.
Þar kolsvartar frá Karabí
stelpurnar klæddu sig úr og í.
En afleitur arður klúbbunum hjá
og aðföngin hagstæð austan frá.
Í stað Tobago og Trinidad
seinna komu frá Tallinn og Belograd.
Uppá borði er ljúfa Dana, nýlent frá Ljubliana
með sína hvítu arma, þrýstna og hvelfda barma.
Ég vil þig ekki hræða,
Þú munt að lokum græða.
Vertu nú glöð, vændi var á Alþingi leitt í lög.
Þær komu frá Lettlandi og Litháen.
Lúmskur hugsaði: “Ég sit þá enn”.
En frjálsræði sporna vildu við
V-dags feministar og fleira lið.
Þá rak upp ramakvein major Sólrún
reiðilega og þung var á brún:
“Í borginni bönnum við einkadans
og búllurnar fari til andskotans.”
En þær fóru annað og fáðu ekki flog,
þær fóru bara í Kópavog
eða þá urðu um kyrrt
en aktivitetið hvergi birt.
Fyrri kostinn tók Gullfingur Geir
og geimið var aldrei ónáðað meir
því gott er að búa hjá Gunnari B
sagt þar gróska í listalífinu sé.
Millablog, 11.8.2007 kl. 10:53
Þetta er snildar texti,með betri dægurlagatextum. algerlega frábær flutningur hjá BF.
Mæli með millabloggs-útgáfunni, þar heyrist textinn betir heldur en í Kastljósinu.
"Þá rak upp ramakvein major Sólrún
reiðilega og þung var á brún"
Gargandi!!
Bjarni Bragi Kjartansson, 11.8.2007 kl. 11:51
frábær texti !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:31
Takk fyrir textann, millar. Vona að þessi texti muni vekja umræðuna enn á ný og nöturleg afstaða þeirra sem ,,finnst þetta bara allt í lagi" verði afhjúpuð. Varðandi BF þá var ég smá tíma að ná athugasemdinni þinni Helga, mér finnst Bogomil Font vera að stinga á kýlum, en þá sá ég að inn hafði læðst annar með sömu upphafsstafi og þær slettur sem þú vitnaðir til. Skil! Og takk fyrir umræðuna, flestöll.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.8.2007 kl. 13:19