Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða
31.7.2007 | 00:43
Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Hugsa sér, næstum 1600 atkvæði bárust! Umræðan sem hefur verið hér á síðunum að undanförnu um falleg íslensk orð hefur verið bæði gefandi og skemmtileg. Úrslitin eru rakin ítarlegar hér á undan, en orðið ljósmóðir sigraði, kærleikur var í öðru sæti og dalalæðan (sem ég hélt með) var í þriðja sæti.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Takk fyrir þessa skemmtilegu keppni. :)
Svala Jónsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:56
Takk sömuleiðis fyrir að sýna þessu áhuga, það skipti sköpum hve margir voru einlæglega áhugasamir um keppnina.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.7.2007 kl. 08:53
Takk Anna fyrir gott framtak sem skapaði skemmtilega umræðu og varð til þess að fólk fór að velta fyrir sér orðum. Öll orð eru af hinu góða auðvitað og mér finnst ekki leiðinlegt að orðið ljósmóðir tróni efst. Byrjunin á lífinu, kærleikur og ljós. Starfsheiti á elstu atvinnugrein í heimi, ekki rétt?
Kveðjur,
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 09:27
Ég hélt auðvitað með „mínu“orði - orðinu ljósmóðir - fram í rauðan dauðann!
Mér fannst hins vegar orðið kærleikur mjög fallegt líka og hefði alveg verið sátt við að þessi tvö orð hefði verið saman í fyrsta sæti.
Kærar þakkir fyrir þessa skemmtilegu keppni.
GG 31.7.2007 kl. 12:02
Þakka fyrir þessa skemmtilegu keppni...
Gestur Guðjónsson, 31.7.2007 kl. 14:53
Til hamingju með þátttökuna! Dalalæða náði á verðlaunapallinn og þú bara komin út úr skápnum sem kjósandi hennar. Takk fyrir mig.
Helga 31.7.2007 kl. 16:49
Þetta var frábær keppni, takk kærlega. Hlakka til að sjá verðlaunaafhendinguna. Þrír pallar, bikar og læti, erþaggi?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.7.2007 kl. 20:54
Auðvitað er allt í lagi að finnast skemmtilegt að draga íslensk orð í dilka eftir "fegurð" þeirra. En ekki má gleyma þeim orðum sem falla eflaust ekki undir þessa stöðluðu "fegurðar" ímynd sem boðið er upp á í fjölmiðlum en hafa þess meira gildi sjálf.
Ég er að tala um orð eins og Taða og Hrossagaukur
Kalli 31.7.2007 kl. 21:56
Jú, ég lofa flottir verðlaunaafhendingu þegar að henni kemur. Það verður ekki alveg strax.
Umræðan um fegurð íslenskra orða hefur verið margslungin og fegurðarímyndin þar er ekkert síður forvitnileg en þegar fólk á í hlut. Hvað veldur því að fólki finnst eitt orð fallegt og annað minna. Mín uppáhaldsorð eru brynja og blikur, hvort tveggja svolítið hrjúf orð. Taða og hrossagaukur, það fyrrnefnda höfðar ekki til mín en hrossagaukur er eitt af þessum skrýtnu og skemmtilegu orðum sem mér finnast svo flott í íslenskunni. Annað slíkt er kónguló (sem sumir kalla könguló).
Fyrst og fremst er þessi keppni vettvangur fyrir umræðu um hvað fólki finnst ,,fallegt" við orð og þessi umræða hefur verið afskaplega blómleg á köflum. Einn tilfnefndi orðið ,,helvíti" en það fékk ekki brautargengi. Mér sýnist að góðleg orð þyki fallegust. Spurning hvort það séu frekar Hófí-leg orð sem eru vinsæl (barnagóða fóstran) en Lindu Pé- orð (athafnakonan með erfiðleikana)- en þarna er ég komin á svolítið hálan ís.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.8.2007 kl. 11:09
Orðið "digna" hefði vel sómt sér á listanum...
káhá 4.8.2007 kl. 13:52