Hér eru úrslitin í fegurðarsamkeppni íslenskra orða - sundurliðuð og meira til

Þá liggur niðurstaðan í fegurðarsamkeppni íslenskra orða loks fyrir. Hér er sundurliðunin sem ég þorði ekki að lofa fyrr en á morgun, segjum að það hafi morgnað snemma þennan daginn. Þorði ekki að treysta því að niðurstöðurnar afrituðust skikkanlega, en svo virðist vera. Og af því það telst varla áróður á kjörstað fyrst kjörstað hefur verið lokað þá upplýsist hér með að ég hélt með orðinu dalalæða og var auk þess veik fyrir gleym-mér-ei. En öll þessi orð eru bæði falleg og góð. 1572 voru búnir að taka þátt þegar ég tók skjáskotið (sem var öryggisventill ef skoðanakönnunin hefði óvart ,,dottið út" á lokasprettinum fyrir handvömm eða vegna tæknigalla). 


 
Ljósmóðir : 24% (387 atkvæði)
Kærleikur: 22% (356 atkvæði)
Dalalæða: 19% (307 atkvæði)
Andvari: 6% (109 atkvæði)
Djúp: 2% (38 atkvæði)
Friður: 2% (33 atkvæði)
Blær: 3% (61 atkvæði)
Eilífð: 2% (46 atkvæði)
Hrynjandi: 3% (59 atkvæði)
Undur: 0% (14 atkvæði)
Von: 3% (53 atkvæði)
Gleym-mér-ei: 6% (109 atkvæði)

fegurd

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtilegt Takk fyrir að hafa staðið í þessu og fyrir þessu.

Edda Agnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir tillögurnar, þátttökuna og síðast en ekki síst umræðuna, hún var virkilega skemmtileg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.7.2007 kl. 00:39

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Ljósmóðir er fallegt orð, en á síðustu áratugum höfum við verið að afkynja starfhugtök, s.s. hjúkrunarkona varð hjúkrunarfræðingur, fóstra varð leiksskólakennari  osfrv.    Trúlega verður starfsheitið ljósmóðir afkynjað þegar karlmenn fara einnig í þessi störf.  Erlendis eru karlmenn í ljósmóður starfi, um það má lesa hér.  Sumir af okkar bestu kvennsjúkdómalæknum eru karlkyns og trúlega er ekki  langt  í að karlmaður verði ljósmóðir hér á landi eins og orðið er erlendis.

Gísli Gíslason, 10.8.2007 kl. 10:01

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Reyndar man ég eftir þessari umræðu þegar fyrstu karlmennirnir voru að hasla sér völl í hjúkrunarkvennastarfinu og þá var sagt að Sölvi Blöndal hagfræðingur (sem nú er löngu fallinn frá) hafi sagt að hann myndi glaður kalla sig hjúkrunarkonu. Konur hafa jú gegnt ráðherrastörfum og hjá karlahóp feministaféalgsins er starfandi karlkyns ráðskona, þannig að það er aldrei að vita. En vissulega ef þessi afkynjun meginleikðin sem farin er og með afskaplega misjöfnum árangri.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.8.2007 kl. 12:28

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Góður punktur.  Kannski er bara óþarfi að afkynja starfsheiti.  Kynbundið starfsheiti vísar til sögunnar að þetta hafi eitt sinn verið starf annars kynsins.

Gísli Gíslason, 12.8.2007 kl. 22:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband