Nú er það nánast hnífjafn á toppnum - og góð röksemd fyrir orðinu Edda

Núna er nánast orðið hnífjafnt á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. 0.3 % atkvæða skilja á milli kærleika í fyrsta sæti og ljósmóður í öðru sæti (nema það breytist nema það breytist meðan ég pikka þetta inn). Svo fæ ég margar góðar ábendingar og reyni að koma orðunum á framfæri hér á síðunni eða í athugasemdum, enda mun ég taka saman öll tilnefnd orð og vinna á einhvern hátt úr því einstaka hráefni.

Í gærkvöldi spjallaði ég við töffaralegan mótorhjólakappa við þjóðveg 1 á Vesturlandi og hann lýsti ánægju sinni með öll þessi fallegu orð, hafði rekist á þau á vefnum. Og í athugasemdunum sé ég ýmislegt, meira að segja eitt sem ég ætla að draga hér fram á forsíðuna, stóðst ekki mátið, en lofa ekki að endurtaka það:

,,Þetta er góð hugmynd. En ég skal segja þér hvað fallegasta íslenska orðið er að mínu mati.

Fyrst eru hér rökfærslur:

Orðið er fallegt á blaði

Það er stutt og laggott og hljómar vel í munni

Það hefur fleiri en eina meiningu

Það er afar gamalt og hefur fylgt tungumálinu frá byrjun

Ef þetta væri alþjóðleg keppni myndi það sennilega blanda sér í toppbaráttuna.

Fallegasta orðið í íslenska tungumálinu er:

EDDA

Mér er full alvara með þessu og kalla eftir viðbrögðum. Ég myndi meta það mjög við þig ef þú gæfir þessu orði smá byr undir déin."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda já, það er yndislegt orð.  Þætti ekki leiðinlegt að sjá það blanda sér í toppbaráttuna (ég er farin að tala um þetta eins og íþróttakeppni).

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hugsunin er einmitt að ná upp keppnisandanum sem fylgir íþróttum, að fá fólk til að ,,berjast" fyrir orðinu sínu - spennan magnast við svona hnífjafna keppni. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 21:08

3 identicon

Ég get ekki sagt að mér finnist orðið edda vera fallegt. En væri þetta fjölþjóðleg keppni þá þykir mér ekki ólíklegt að það ætti möguleika; annars vegar vegna þess að margar þjóðir geta án erfiðleika borið það fram og hins vegar vegna þess að það á sterkar sögulegar rætur í norrænu. Um það er Andri Snær miklu færari að ræða en ég og þess vegna fylgir hér með slóð inn á skýrslu samgönguráðuneytisins þar sem m.a. er grein Andra Leitin að Mónu Lísu http://samgonguraduneyti.is/media/Skyrsla/menningartengd_ferdathonusta.PDF

Greinin er á bls. 63.

Er þetta ekki réttri vettvangurinn til að vekja athygli á orðinu dalalæða?!

Helga 25.7.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Júhú, dalalæða á enn möguleika. Og takk, ég þarf greinilega að fara að lesa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Evrópusöngvakeppni fugla, það hljómar vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 22:16

6 identicon

... keppnisandinn og baráttan fyrir uppáhalds orðinu :-) ... eins og ég hef áður sagt þá finnst mér „dalalæða“ fallegasta orðið! Af því að nú sit ég við aðra tölvu þá gef ég dalalæðu annað atkvæði... skilst að það sé löglegt í þessari fegurðarsamkeppni.

Anna Sigríður 26.7.2007 kl. 00:08

7 identicon

Öll þessi orð og svo mörg mörg fleiri eru undurfögur. Ljósmóðir fær mitt atkvæði, svo maður blandi sér í úrslitabaráttuna!

Unnur 26.7.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ljósmóðir er það orð sem mér finnst best.

Edda Agnarsdóttir, 26.7.2007 kl. 10:36

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kvitta fyrir þessu en vil benda á að mér finnst margir fara villur vegar hér í að túlka meiningu eða innihald orða og meta fegurð þeirra eftir því.  Orðið sem slíkt á að ráða. Kærleikur, ás og ljósmóðir eru vegvísar á góð gildi en langt frá því að vera þjál eða falleg orð.  Ég held mig fast við HA.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 15:11

10 identicon

Dalalæða, bara orðið eitt og sér fyllir mann friði og ró.  Sakna þess að sjá ekki orðið  heimsljós.  

Anna Ringsted 26.7.2007 kl. 15:35

11 identicon

Ég hélt að ég myndi missa af úrslitunum, sé að allt er í fullum gangi enn.

Sé samt að mín orð eru ekki alveg að gera sig, en ég er nú líka dáltið speeees  og átti ekki von á að hitta að vinningsorðið. Held mig samt við hrynjandi, gleði og dögg í þrjú fyrstu

Anna Ólafsdóttir (anno) 26.7.2007 kl. 16:23

12 Smámynd: Kolgrima

Hva, hittirðu Kela? Ég styð Eddu

Kolgrima, 27.7.2007 kl. 21:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband