Kærleikur á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða þriðja daginn í röð en ljósmóðir nánast jöfn

Kærleikur á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða þriðja daginn í röð. Orðið ljósmóðir er nánast jafnt að stigum og hefur sigið upp fyrir einu sinni á síðustu þremur dögum. Dalalæða í þriðja sæti sem fyrr. Andvari og gleym-mér-ei eru nokkuð jöfn en eiga varla möguleika úr þessu að komast í hóp þriggja efstu. Mig dreymir um afgerandi úrslit og hvet þá sem hafa sterkar skoðanir á forystuorðunum að finna fleiri fylgismenn þeirra áður en við hefjum lokahrinuna, sem er þrír dagar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki séns að þú fáir afgerandi úrslit, nema þú látir kjósa sérstaklega á milli orðanna ljósmóðir og kærleikur. Það er bara þannig!

Lýður Oddsson 25.7.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þá lifi ég bara með því ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Inga Lis Östrup Hauksdóttir

Sæl Anna og til hamingju með bloggsíðuna!

Sit hér alveg í vandræðum með að velja orðið sem mér finnst fallegast.   Gef dalalæðuna atkvæði mitt þótt hún vinni varla úr þessu:  það var orðið, sem mér datt fyrst í hug þegar ég heyrði af keppninni þinni!

 Fínar myndir úr stúdentaafmælinu!  Bestu kveðjur, Inga Lís.

Inga Lis Östrup Hauksdóttir, 25.7.2007 kl. 14:10

4 identicon

Mig langaði til að velja orðið 'niðurstöður'... en þá fékk ég bara niðurstöður

Kristján 25.7.2007 kl. 15:53

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sæl Inga. Það eru myndir frá stúdentaafmælinu okkar hér til hliðar. Dalalæðan á enn von, en óneitanlega eru ljósmóðir og kærleikur sigurstranglegri nú orðið. Niðurstöðurnar já, mér hafði ekki dottið það í hug, en allt er hægt þótt það skili ekki alltaf því sem maður býst við.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 16:00

6 identicon

Mér finnst "Bjarmi" nú líka ferlega fallegt orð þótt það hafi nú ekki komist á listann.  

Ásgerður Eyþórsdóttir 25.7.2007 kl. 16:09

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við erum að fá svo mikið af góðum tilnefningum inn ennþá. Ég fékk tölvupóst um daginn með nýrri tilnefningu sem er líka orð sem ég hef ekki heyrt áður: fornslægja. Tók að mér að koma því á framfæri og geri það hér með.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 16:35

8 Smámynd: Edda Björk Ármannsdóttir

Sæl Anna

Þetta er góð hugmynd. En ég skal segja þér hvað fallegasta íslenska orðið er að mínu mati.

Fyrst eru hér rökfærslur:

Orðið er fallegt á blaði

Það er stutt og laggott og hljómar vel í munni

Það hefur fleiri en eina meiningu

Það er afar gamalt og hefur fylgt tungumálinu frá byrjun

Ef þetta væri alþjóðleg keppni myndi það sennilega blanda sér í toppbaráttuna.

Fallegasta orðið í íslenska tungumálinu er:

EDDA

Mér er full alvara með þessu og kalla eftir viðbrögðum. Ég myndi meta það mjög við þig ef þú gæfir þessu orði smá byr undir déin.

Með kærri kveðju Edda.  

Edda Björk Ármannsdóttir, 25.7.2007 kl. 18:52

9 identicon

Eitt fegursta orð í Íslenskri tungu er:   GLÓÐAFEYKIR   

þetta er nafn á æfagömlu gömlu eldfjalli í Blönduhlíð í Skagafirði

Hilmar S. Skagfield.  Consul General, Florida

Hilmar S. Skagfield 28.7.2007 kl. 14:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband