Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Kærleikur á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða þriðja daginn í röð en ljósmóðir nánast jöfn
25.7.2007 | 08:36
Kærleikur á toppnum í fegurðarsamkeppni íslenskra orða þriðja daginn í röð. Orðið ljósmóðir er nánast jafnt að stigum og hefur sigið upp fyrir einu sinni á síðustu þremur dögum. Dalalæða í þriðja sæti sem fyrr. Andvari og gleym-mér-ei eru nokkuð jöfn en eiga varla möguleika úr þessu að komast í hóp þriggja efstu. Mig dreymir um afgerandi úrslit og hvet þá sem hafa sterkar skoðanir á forystuorðunum að finna fleiri fylgismenn þeirra áður en við hefjum lokahrinuna, sem er þrír dagar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Fólk
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það er ekki séns að þú fáir afgerandi úrslit, nema þú látir kjósa sérstaklega á milli orðanna ljósmóðir og kærleikur. Það er bara þannig!
Lýður Oddsson 25.7.2007 kl. 11:09
Þá lifi ég bara með því ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 13:21
Sæl Anna og til hamingju með bloggsíðuna!
Sit hér alveg í vandræðum með að velja orðið sem mér finnst fallegast. Gef dalalæðuna atkvæði mitt þótt hún vinni varla úr þessu: það var orðið, sem mér datt fyrst í hug þegar ég heyrði af keppninni þinni!
Fínar myndir úr stúdentaafmælinu! Bestu kveðjur, Inga Lís.
Inga Lis Östrup Hauksdóttir, 25.7.2007 kl. 14:10
Mig langaði til að velja orðið 'niðurstöður'... en þá fékk ég bara niðurstöður
Kristján 25.7.2007 kl. 15:53
Sæl Inga. Það eru myndir frá stúdentaafmælinu okkar hér til hliðar. Dalalæðan á enn von, en óneitanlega eru ljósmóðir og kærleikur sigurstranglegri nú orðið. Niðurstöðurnar já, mér hafði ekki dottið það í hug, en allt er hægt þótt það skili ekki alltaf því sem maður býst við.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 16:00
Mér finnst "Bjarmi" nú líka ferlega fallegt orð þótt það hafi nú ekki komist á listann.
Ásgerður Eyþórsdóttir 25.7.2007 kl. 16:09
Við erum að fá svo mikið af góðum tilnefningum inn ennþá. Ég fékk tölvupóst um daginn með nýrri tilnefningu sem er líka orð sem ég hef ekki heyrt áður: fornslægja. Tók að mér að koma því á framfæri og geri það hér með.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 16:35
Sæl Anna
Þetta er góð hugmynd. En ég skal segja þér hvað fallegasta íslenska orðið er að mínu mati.
Fyrst eru hér rökfærslur:
Orðið er fallegt á blaði
Það er stutt og laggott og hljómar vel í munni
Það hefur fleiri en eina meiningu
Það er afar gamalt og hefur fylgt tungumálinu frá byrjun
Ef þetta væri alþjóðleg keppni myndi það sennilega blanda sér í toppbaráttuna.
Fallegasta orðið í íslenska tungumálinu er:
Mér er full alvara með þessu og kalla eftir viðbrögðum. Ég myndi meta það mjög við þig ef þú gæfir þessu orði smá byr undir déin.
Með kærri kveðju Edda.
Edda Björk Ármannsdóttir, 25.7.2007 kl. 18:52
Eitt fegursta orð í Íslenskri tungu er: GLÓÐAFEYKIR
þetta er nafn á æfagömlu gömlu eldfjalli í Blönduhlíð í Skagafirði
Hilmar S. Skagfield. Consul General, Florida
Hilmar S. Skagfield 28.7.2007 kl. 14:54