Prentvilla eða?

Var að hlusta á Gullbylgjuna með vinnunni. Angurvært lag með Óðni Valdimarssyni: ,,Ég er á förum til fjarlægra landa að finna þar ástir og meyjar og vín .... " er kynnt á vef Gullbylgjunnar sem Saga formannsins. Nú er það bara spurning hvaða formanns?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ósköp er þetta sæt og sakleysisleg spurning hjá þér, Anna mín.

En það er ekki sama hjá hvaða formanni maður rær. Þeir voru slyngastir, að ég held, sem réru frá söndum suðurstrandarinnar. Aðeins góðir formenn urðu langlífir í þeim verum.

En jafnvel þeir voru ekki frábitnir því sem Óðinn Valdimarsson syngur um -- nema komust fáir til fjarlægari landa heldur en Vestmannaeyja…

Finnst þér þetta ekki fín melódía, annars?

Sigurður Hreiðar, 23.7.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Frábært lag, og það var eitt lítið a sem breyttist í o. En þetta var bara svo sætt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 14:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband