Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fegurðarsamkeppni íslenskra orða: Ljósmóðir og kærleikur nánast hnífjöfn
23.7.2007 | 01:28
Orðið ljósmóðir hefur í augnablikinu endurheimt forystuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða, en naumari getur hún þó varla orðið. Það er orðið kærleikur sem hefur verið á mikilli uppleið og flest bendir til að orðin eigi eftir að skiptast á um forystuna á næstunni nema orðið dalalæða taki undir sig stökk, en það er að dragast aftur úr, hefur þó aðeins bætt við sig síðan ég skrifaði seinustu færslu. Næst og bráðum nokkuð jöfn eru andvari og gleym-mér-ei. Þátttakan í kosningunni gefur tilefni til að halda áfram kjörinu um sinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég veit að það er of seint að tilnefna orð, en mér hefur alltaf fundist orðið drengskapur vera fallegt ásamt því að vera ríkt að innihaldi.
Bjarnsteinn 23.7.2007 kl. 09:45
Það eru fleiri sama sinnis með drengskapinn því þetta orð hefur fengið fleiri síðbúnar tilnefningar. Það er ljóst að ég mun reyna að fylgja þessum ágætu viðbótum sem hafa komið inn eftir með einum eða öðrum hætti.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 10:13
Ég vel orðið ljósmóðir.
kv. Björg
Björg Sigurðardóttir 23.7.2007 kl. 11:15
Ég vil bæta við orði: bunulækur
Kristín 23.7.2007 kl. 12:04
Mikið er ég sammála þessu það er að segja orðið Drengur er mjög fallegt
Hallgerður Pétursdóttir 23.7.2007 kl. 13:08