Fegurðarsamkeppni íslenskra orða: Ljósmóðir og kærleikur nánast hnífjöfn

Orðið ljósmóðir hefur í augnablikinu endurheimt forystuna í fegurðarsamkeppni íslenskra orða, en naumari getur hún þó varla orðið. Það er orðið kærleikur sem hefur verið á mikilli uppleið og flest bendir til að orðin eigi eftir að skiptast á um forystuna á næstunni nema orðið dalalæða taki undir sig stökk, en það er að dragast aftur úr, hefur þó aðeins bætt við sig síðan ég skrifaði seinustu færslu. Næst og bráðum nokkuð jöfn eru andvari og gleym-mér-ei. Þátttakan í kosningunni gefur tilefni til að halda áfram kjörinu um sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit að það er of seint að tilnefna orð, en mér hefur alltaf fundist orðið drengskapur vera fallegt ásamt því að vera ríkt að innihaldi.

Bjarnsteinn 23.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru fleiri sama sinnis með drengskapinn því þetta orð hefur fengið fleiri síðbúnar tilnefningar. Það er ljóst að ég mun reyna að fylgja þessum ágætu viðbótum sem hafa komið inn eftir með einum eða öðrum hætti.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 10:13

3 identicon

Ég vel orðið ljósmóðir.

kv. Björg

Björg Sigurðardóttir 23.7.2007 kl. 11:15

4 identicon

Ég vil bæta við orði: bunulækur

Kristín 23.7.2007 kl. 12:04

5 identicon

Mikið er ég sammála þessu það er að segja orðið Drengur er mjög fallegt

Hallgerður Pétursdóttir 23.7.2007 kl. 13:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband