Stórtíðindi í fegurðarsamkeppni íslenskra orða: Kærleikur ýtti ljósmóður úr efsta sætinu. Dalalæðan lætur enn undan síga. Hvað segir stuðningsfólk orðsins ljósmóðir?

Stórtíðindi í fegurðarsamkeppni íslenskra orða á meðan ég skrapp frá í sumarbústað: Kærleikur ýtti ljósmóður úr efsta sætinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan keppnin hófst sem orðið ljósmóðir hefur ekki forystu. 

Dalalæðan lætur enn undan síga þrátt fyrir dygga stuðningsmenn. Á dalalæðan von um fyrsta sætið eða er hún endanlega hætt í toppbaráttunni.

Og hvað segir stuðningsfólk orðsins ljósmóðir? Á að taka því þegjandi og hljóðalaust að orðið víki úr fyrsta sætinu? Kærleikur er vissulega gott og göfugt orð en hefur þó hlotið smá gagnrýni fyrir að vera of ,,skandinavískt" vegna systurorða í tungumálum nágrannanna. Er það atlaga að þjóðarstolti að skandinavískt orð skuli vera á toppnum eða bara samnorrænn stuðningur? 

Spennan magnast. Nú hafa hátt í þúsund manns greitt atkvæði og keppnin enn í fullum gangi. En um leið og þátttakan dalar verður gefinn þriggja daga  frestur til að ljúka atkvæðagreiðslunni. Í dag hefur verið lítil þátttaka í fyrsta sinn í langan tíma þannig að kannski líður að lokum þessarar keppni fljótlega, það er undir ykkur komið. það er ekki bannað að smala í kosninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú spyrð hvort dalalæða sé hætt í toppbaráttunni? Anna mín, þú hefur þetta í hendi þér: Opnaðu bara aftur fyrir atkvæðagreiðslu úr tölvunni minni og ég skal ráðstafa öllu kvöldinu í greiða henni atkvæði - því eins og þú segir þá á hún dygga stuðningsmenn.

Helga 22.7.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Atkvæðagreiðslan er opin en aðeins hægt að greiða atkvæði einu sinni úr hverri tölvu, þannig verður þetta víst að vera sanngirninnar vegna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.7.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Kærleikur er gamalt fagurt og hljómmikið orð með djúpar rætur úr fortíðinni sem tengjast frændum okkar í Skandinavíu. Kannski væri næsta skref að hafa keppni um fallegasta íslenska nýyrðið og þá væru rætur þess orðs alíslenskar.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 22.7.2007 kl. 20:55

4 identicon

Ljósmóðir hefur mér löngum þótt fallegt orð og ég er svo heppin að hafa það sem starfsheiti þannig að það fær atkvæði mitt. En svo má nefna orð eins og heiður sem þýðir margt en allt fallegt og gott. Kveðja, Solveig

Solveig Jóhannsdóttir 22.7.2007 kl. 23:57

5 identicon

Hvað með nafnorðið Loðkúkur?

Jón Málari 23.7.2007 kl. 00:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband