Magnađir miđlar - kosning um fegursta orđ íslenskrar tungu heldur áfram enn um sinn

Mér finnst bloggiđ magnađur miđill. Ţađ sem er svo magnađ er ,,gagnvirknin" (hér vantar okkur betra orđ - lýsi eftir ţví ;-). Frá ţví kosningin um fegursta orđ íslenskrar tungu hófst hér á einkafjölmiđlinum mínum sem líkist frekar stofu međ fullt af gestum, kunnugum og ókunnugum, sem spjalla saman og koma međ skemmtilegar athugasemdir, hefur veriđ stöđug ţátttaka í ţví góđa verkefni ađ finna fegursta orđ íslenskrar tungu.

Í gćr blönduđust síđan fjölmiđlar, fyrst Sandkorniđ hjá DV og síđan sjónvarpiđ, í máliđ. Og kosningin, sem var dala, tók stórt stökk upp á viđ. Magnađur miđill, sjónvarpiđ, og fréttakonan sem hélt utan um máliđ hafđi skemmtilega og ferska sýn á ţetta uppátćki. Tókst alla vega ađ koma mér á óvart ţegar hún spurđi hvort ég ćtlađi ekki ađ standa fyrir kosningu um ljótasta orđiđ ;-) Ţađ mun ég reyndar ekki gera, en fyndin spurning. 

Enn leiđir orđiđ ljósmóđir kosninguna en biliđ minnkar stöđugt milli ţriggja efstu orđanna og orđiđ dalalćđa sćkir fast ađ ljósmóđur, ţannig ađ hver verđur ađ styđja sitt orđ. Ég hef látiđ huggast yfir vandrćđunum sem ég var ađ komast í vegna allra góđu ,,nýju" tilnefninganna. Ţessi orđ eru ekki týnd, ţau verđa annađ hvort sýnd á góđum stađ eđa međ í nćstu keppni.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábćr hugmynd og gaman hvađ margir taka ţátt í kosningunni. Látum ljótasta orđiđ eiga sig.

Eg. 20.7.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Held ađ Dalalćđa ćtli ađ taka ţetta ... svaka er orđinn lítill munur á ţessum efstu. Sá orđ í gćr hjá ţér, röđull, mér finnst ţađ líka rosalega fallegt! Ţađ er svo mikiđ til af fallegum orđum! Helgarknús á ţig.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 20.7.2007 kl. 08:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband