Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Gott fyrir gróðurinn - og fer atkvæðum fækkandi í kosningu um fegursta orð íslenskrar tungu?
19.7.2007 | 09:55
Eins eða tveggja daga rigning, bara gott fyrir gróðurinn. Svo á aftur að sjá til sólar um helgina, búið að vökva blómin. Svo virðist sem atkvæðum um fegursta orð íslenskrar tungu fari nú ört fækkandi og að ef þannig verður áfram mun ég tilkynna hér á blogginu þriggja daga frest til að ljúka atkvæðagreiðslunni.
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Anna mín hér kemur stuttur fyrirlestur um örminni nútímamanneskjunnar, af gefnu tilefni:
Það sem fólk nú til dags kallar oft gullfiskaminni, en ég auglýsingaminni og er staðfesting á einbeitingarörðuleikum nútímamannsins gerir það að verkum að á ca. nokkra mínútna fresti þurfum við auglýsingahlé. Þ.e. einbeitingin er fín ef viðfangið er brotið upp með "auglýsingum". Þess vegna fer ég fram á að þú drífir í að úrskurða (setjir inn auglýsingahlé) þannig að allir nái að fylgjast með. Híhí.
Bíð rosa spennt yfir úrslitunum, þrátt fyrir að "orðið" sé greinilega enn hjá Guði en ekki mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 11:11
Gefðu þessu séns í smátíma. Það má nefnilega lesa um kosninguna þína í Sandkorni DV í dag. Einhverjir taka vonandi við sér og kjósa kærleika ... heheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2007 kl. 13:14
Hefur einhver stungið uppa á orðinu húmblár? Annars finnst mér afturhaldskommatittsflokkur mjög fallegt orð líka
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2007 kl. 13:24
Ég sting upp á nafnorðinu heiðmyrkur, notað um þau birtuskilyrði þegar þoka liggur yfir en er að grisjast og maður skynjar sólskinið fyrir ofan. Fallegt orð um sérstaka birtu. Gæti verið austfirskt að uppruna
Stefán 19.7.2007 kl. 15:16
Engin hætta á að ég hætti (flott orð hætta/hætti ;-) með keppnina strax. Hvort tveggja er að kosningin hefur tekið kipp (kannski er það Sandkornið) og eins verður þessi kosning kynnt í sjónvarpsfréttum í kvöld eða annað kvöld. Þannig að það er fullkomlega ótímabært að hætta.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:11
Og rosalega eru nýju tilnefningarnar flottar. Ég ætla að taka þetta saman og hver veit hvernig við getum komið öllum þessum fínu orðum, líka afturhaldskommatittsflokknum, á framfæri.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.7.2007 kl. 17:12