Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 575854
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Allir sammála um að orðið ljósmóðir sé fegursta orð íslenskrar tungu? Eða er það kannski dalalæða? Eða kærleikur? Eitthvert annað orð? Þeir sem vilja hafa áhrif á niðurstöðuna þurfa að láta í sér heyra. Ennþá gæti eitthvert annað orð skotist upp á stjörnuhimininn, andvari sýnir smá tilburði og orðið von er fremst meðal jafningja í annarri deild.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
- Gjöld á ferðaþjónustuna hækki
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég er fullkomlega sátt við orðið "ljósmóðir". Elsta atvinnugrein kvenna, hvorki meira né minna, í staðinn fyrir sumar aðrar starfsgreinar sem fólk vill meina að hafa markað upphaf útivinnandi kvenna.
Ég er svolítið upptekin af orðinu "orð" og hefði viljað sjá það ofar. Stendur ekki einhversstaðar: "í upphafi var orðið", byrjun alls en vonandi ekki endir.
Takk fyrir stórskemmtilegar færslur um orð. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 09:44
Ég stend með dalalæðu. Rökin þau sömu og í færslunni minni í fyrradag.
Helga 17.7.2007 kl. 09:58
Mér var sagt af lærðum manni að orð sem hefðu í sér breiðan sérhljóða færu betur í fólk en önnur orð og að Í hljóðið væri best. Hann nefndi orðið líf sem dæmi um orð sem fólk kynni best við. Ég ætla að setja atvæði mitt við blómanafnið. Það vekur upp góðar minningar um móður mína.
Davíð Kristjánsson 17.7.2007 kl. 10:36
Hver gaf eiginlega bessaleyfi fyrir því að þessi kosning færi fram hér, er ekki svolítið gróft að ætla sér að sjá um svona upp á eigin spýtur? Einnig legg ég til að orðinu forstjóri verði bætt við í keppnina, það er jú elsta atvinnugrein karlmanna.
Sahælar 17.7.2007 kl. 11:03
Ég valdi frið, það er mitt uppáhald
Ragnheiður , 17.7.2007 kl. 11:24
Sælt veri fólkið, mér finnst nú að kaldavermsl sé alveg gífurlega fallegt orð, og svo er laungraður.
Með kveðju að norðan, þar sem sólinni finnst skemmtilegast að skína, Gudrun
Gudrun Kloes 17.7.2007 kl. 13:52
Mér sýnist forskot ljósmóður vera að aukast ef eitthvað er, þannig að það er nokkuð ljóst að sæmileg sátt er um orðið, en enn geta tíðindi orðið og allt getur breyst, séu nógu margir sáttir við það. Það hafa hins vegar mörg skemmtileg orð komið inn eftir að tilnefningum lauk og líka eftir að fyrir lá hvaða 12 orð væru vinsælust þessa dagana. Kannski að ég taki mér aftur bessaleyfi næsta ár eða þarnæsta, eða einhver annar, og haldi aðra sambærilega keppni. Hver veit? En þangað til sé ég mig sitja í grennd við kaldavermslin í friði og ró og sjá dalalæðuna smeygja sér inn túnin þar sem gleym-mér-ei vex á lítilli tó.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.7.2007 kl. 15:17
Mér finnst kærleikur skemmtilegt og fallegt orð... hefur í sér eins og góð íslensk orð margfalda merkingu. Þá finnst mér líka orðið samfarir bara snilld. Ljósmóðir og dalalæða eru líka mjög fögur orð svo. Ég er líka veik fyrir orðunum völva og tölva. Tölva er flottasta nýyrðið að mínu mati. Þeyr er líka flott orð. Við erum svo lánsöm að eiga svona fallegt og ljóðrænt tungumál, takk fyrir þessa keppni:)
Birgitta Jónsdóttir, 17.7.2007 kl. 15:40
Mér þykir orðið 'ljósstafur' afar fallegt. Svo er hluturinn líka mjög flottur.
Man um árið sat ég með vinkonu minni, sem er mjög fær í íslenskunni, í bíl og benti upp í himininn. "Sko! Lion King Ljós!" hrópaði ég.
"Ásta!" hreytti hún í mig, "Þetta eru ljósstafir!"
Ásta Gunnlaugsdóttir, 17.7.2007 kl. 15:43
Mér finnst orðið ljóð, vera fallegt og má koma hér fram að ósekju.
Eins orð sem að eru samsett við þetta orð. Eins og ljóðrænt, ljóðabók og ljóðabálkur. Bálkur er líka afar fallegt orð og mjög íslenskt, ef það er hægt að segja það á annað borð.
En ég hef gaman af þessu og vildi sjá þetta á stórum skala. Fallegasta orð Íslands, þetta mætti vera árleg samkeppni á ársvísu. Fallegasta orð 2007 er...
Ég myndi sitja límdur við sjónvarpsskjáinn.
Gústaf Hannibal 17.7.2007 kl. 16:36
Hvað með Íðilfagur?
Mér finnst það orð vera mjög íslenskt og fallegt.
Arna 17.7.2007 kl. 16:55
Einu sinni fyrir langa löngu heyrði ég útlenda konu segja að orðið sjáaldur væri fallegasta orðið sem hún hefði heyrt.
Þóra Guðmundsdóttir, 17.7.2007 kl. 20:56
Það gæti verið áhugavert að vita hvað útlendingum finnst, þeir hafa meiri abstrakt sýn á málið en við sem höfum verið samdauna því frá fæðingu. Til dæmis finnst mér asciugamano afskaplega hljómfagurt ítalskt orð - en svo þýðir það bara vesælt handklæði og ósennilegt að það myndi skora hátt hjá innfæddum Ítala Sjáaldur er ekki eins tilfinningaþrungið og ljósmóðir og auðvitað þurfti útlending til að benda á hve það er fallegt.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2007 kl. 22:00
Ég og dóttir mín erum sammála um að orðið æðruleysi sé fallegasta orðið sem er í huga okkar núna.
Þóra Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 23:00
Áfram dalalæða!! Kannski er það áralöng útlegð mín í Ameríku, en ég bara hálf klökknaði þegar ég las yfir listann þinn. Þetta stórskemmtilega framtak þitt hefur sýnt mér enn og aftur fegurð íslenskrar tungu. Kærar þakkir!
Kolbrún Kolbeinsdóttir, 18.7.2007 kl. 01:01
Orðið mjöll, er eitt það fegursta sem ég veit enda afskaplega gaman að láta orðið ríma við fjöll, öll þakin mjöll, hróp og köll í koti og höll.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.7.2007 kl. 01:21
Fyrirgefðu leiðinlegheitin,
En mér finnst einhvern veginn eins og hér sé verið að velja væmnasta orð íslenskrar tungu(? )
skúmur 18.7.2007 kl. 01:40
Má velja mörg orð? blik, hrímfölur, hrynjandi, móðir, Heljarslóðarorrusta, vígfimur, fífa, margslunginn, tvíræður, vitar, niður, stirnir, tindrar, forviða, öldungis, ylur, fjölkyngi .... svo fátt eitt sé nefnt! En ljósmóðir er ótrúlega bjart og fallegt orð.
Kolgrima, 18.7.2007 kl. 03:22
Glæsileg orð sem bætast við á hverjum degi, spurning hvernig við nýtum þau í næstu umferð, hvenær sem hún verður? Umræðan sýnir einmitt þetta sem Kolbrún nefnir, að áhuginn á tungunni og fegurð íslenskra orða er eitthvað alveg sérstakt. Og ef þau eru væmin þá er það bara betra, reyndar fengu mörg mjög lítið væmin orð færri atkvæði og lentu því ekki á listann yfir þau 12 orð sem fengu flestar tilnefningar að þessu sinni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 08:14
Langar að nefna orðið forsæla sem er afskaplega fallegt orð. Bæjarnafnið Forsæludalur hefur mér alltaf þótt eitt fallegasta bæjarnafn landsins, þrátt fyrir að það þýði væntanlega að bærinn sé sífellt í skugga!
Unnar Ingvarsson 18.7.2007 kl. 12:31
Forsæla gefur mér reyndar þá tilfinningu að þar sé svali (í skugganum) í hlýju veðri og þar af leiðandi vel þeginn. Merkilegt hvað sum orð framkalla heilu sögurnar í huganum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.7.2007 kl. 12:54