Miðnætti nálgast - þá hefst kosningin um fegursta orð íslenskrar tungu - ellefu orð eru á toppnum

Á miðnætti verður ljóst hvaða tíu (eða ellefu) orð hafa hlotið flestar tilnefningar af þessum 87 sem hafa verið nefnd til sögunnar í fegurðarsamkeppni íslenskra orða. Í augnablikinu eru 5 orð jöfn í 7-11 sætinu og með því að leyfa ellefta orðinu að taka þátt get ég látið kosningu hefjast á miðnætti eins og til stóð. En enn geta tölur breyst, svo allur fyrirvari er á þessari tilkynningu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er komið miðnætti hjá mér..klukkan er 00.09

spenningurinn eykst og ég spái að ég verði bara að kjósa í fyrramálið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, ég ætti kannski að taka fram ,,að íslenskum tíma" en mér heyrist að allt áhugafólk um íslenska tungu sé einnig meðvitað um íslenskan tíma (sem er reyndar alls ekki íslenskur, hádegi er til dæmis um kl. 13:25 að íslenskum tíma, vegna þess að við erum með meðaltíma Greenwich allt árið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.7.2007 kl. 23:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband