Ljósmóðir, dalalæða eða kærleikur fegurstu orð íslenskrar tungu? (Og poolmótið í gærkvöldi)
12.7.2007 | 10:35
Enn eru atkvæði að dreifast of mikið til að gefa sterka vísbendingu á öll þau orð, 87 talsins, sem hafa fengið tilnefningu í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu. Samt hefur orðið Ljósmóðir haft forystu frá upphafi og orðið kærleikur fylgt fast á eftir. Núna er orðið dalalæða komið fast upp að hlið kærleikans. Út þennan sólarhring er hægt að lýsa stuðningi við einstök orð, og þau10 sem verða á toppnum þá fara í lokakeppnina.
En að öðrum þáttum í lífinu. Ég vann í næstum fimm ár á vinnustað þar sem mikið var um að ég kæmist ,,út að leika með krökkunum" - sem var nokkuð nýtt fyrir mér. Hvorki Læknablaðið, Alþingi, Vikan né Garðaskóli voru þannig vinnustaðir, þótt góðir væru. Svo fór ég að vinna í hugbúnaðarbransanum, og allt í einu var ég farin að eyða stöku síðdegi og allmörgum kvöldum við að spila pool, borðtennis, fara í keilu, laser tag en reyndar varð ég að segja pass þegar við fórum í paintball, því viku síðar ætluðum við Ari í silfurbrúðkaupsferð til Egyptalands og mér fannst ekki við hæfi að mæta á ströndina útötuð marblettum, sem mér skilst að séu fylgifiskar paintball.
Nú er ég búin að færa mig um set í hugbúnaðarbransanum og minna um leiki, en samt hafa verið haldin nokkur poolmót og ég er hreinlega í skýjunum yfir því sem haldið var í gærkvöldi, þar sem ég náði fjórða sætinu (!). Hæfileikar mínir á þessu sviði byggjast á nokkrum leikjum í febrúar hvert ár, þegar við Ari erum á Kanarí. Þetta er næstum eins og þegar Íslendingar ,,sigruðu" Frakka 1-1 í fótbolta um árið!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Athugasemdir
Æi er ekki sátt við dalalæðu, vil fá ORÐ í efstu sætin. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 14:43
Mín orð af þessum lista eru; eilífð, fjarski, djúp og kærleikur.
Ásta Davíðs 12.7.2007 kl. 16:15
Kosningin byrjar eftir miðnætti, fyrst þarf ég að færa inn öll atkvæði um 10 efstu sætin, en þau koma fram hér í athugasemdadálkinum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.7.2007 kl. 20:18
Mín orð eru:Hugljómun ,Gleym-mér-ey, regnbogi og hugfangin.
Kristján Pétursson, 12.7.2007 kl. 22:40