Fegursta orð íslenskrar tungu - forystuorðin - línur skýrast en allt opið enn

Línur eru ögn að skýrast í valinu á 10 fegurstu orðum íslenskrar tungu, en um þau verður kosið í framhaldi af þessu forvali. Enn er orðið ljósmóðir með góða forystu, en orðin dalalæða,  andvari, kærleikur og friður koma næst á eftir. Blær, djúp, hrynjandi, undur og von koma þar á eftir. Önnur orð koma þar á eftir, hafi ég skoðað listann rétt. Orðin í neðri sex sætunum hafa aðeins 6-7 tilnefningar að baki og hægt að segja að öll orð eigi enn möguleika á að komast á 10 orða listann, en ætla má að efstu fjögur orðin ættu að komast að, ef engin meiri háttar smölun hefst með öðrum orðum. Ný orð sem tilnefnd voru, mörg mjög skemmtileg, komast ekki inn á listann nú, svo jafnræðis sé gætt gagnvart öllum, því margir fleiri vildu eflaust tilnefna fleiri góð orð.

Núna er sólarhringur þar til úrslit um 10 efstu orðin liggja fyrir. Og hér er listinn uppfærður:  

Almætti
Andvari (11)
Ást (3)
Barn (2)
Baugalín (5)

Ber

Blikur (2)

Blær(6)

Boðberi (2)
Brigsl
Dalalæða (12)
Dásemd(2)
Dís (2)

Djúp (7)

Dögg (2)
Eilífð (6)
Eirð
Englasöngur
Firrð (3)
Fjaðrablik (2)
Fjalldrapi
Fjarski (3)

Fjóla (2)

Frelsi (2)

Friður (7)

Gjálífi
Gleði (2)
Gæska (4)
Himinblámi (4)
Hittiðfyrradagur (2)

Hjálpsemi

Hnúkaþeyr (3)

Hógværð
Hrynjandi (6)
Hunang (2)
Hvanndalafossar
Jæja
Kakkalakki
Kona (2)
Kærkominn

Kærleikur (13)

Líf (5)

Ljóð (2)
Ljósmóðir (18)
Ljósvaki (3)
Ljúflingur (2)

Mamma (5)

Miskunn 

Morgunroði
Móðir (3)
Nauðlending
Nenna
Nótt (4)
Orð (3)
Óðfluga (2)

Óstjórn

Röst 

Samhygð
Samkennd (3)
Samstarf
Skrautfjöður

Snjóþekja

Sonatorrek 

Sól
Sólargeisli
Sólskríkja (2)
Straumur

Streymi

Sumar (2)

Svif (4)
Sæll (3)
Taktur
Túnfífill

Unaður (3)

Undur (6)

Vinabönd
Vinátta (2)
Viska (3)
Von (6)
Vor
Yndi (3)
Þel (4)
Þingvellir
Þoka (3)

Þýða (2)

Æska (2)

Öndvegi (2)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég vel orðin: andvari - ást - blær - frelsi - kærleikur - ljósmóðir - sæll - unaður.

Björg K. Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Jens Guð

Ég kýs orðið ljósmóðir.  Það hljómar fagurt og stendur fyrir gott hlutverk. 

Jens Guð, 12.7.2007 kl. 00:46

3 identicon

Orðið ljósmóðir er fallegt og lýsandi. Ég kýs það. - Ég hefði viljað sjá orðið auður á listanum, það er líka í fallegt og hægt að setja í margs konar samhengi - í því felst fjársjóður.

Sigga Óskars 12.7.2007 kl. 12:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband