Eftir rúmar 38 stundir verður ljóst hvaða orð taka þátt í lokakeppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - enn er hægt að hafa áhrif

Brá mér upp í sumarbústað eftir vinnu í gær og því er ég ekki búin að uppfæra atkvæðafjöldann sem hvert orð hefur fengið í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu. Þakka öllum sem hafa tekið þátt nú þegar og minni á að á lokasprettinum þarf líka að líta við og kjósa rétta orðið, en þá stendur valið eingöngu um 10 vinsælustu orðin.

Hins vegar var enginn vafi á því hvert var fegusta útsýni íslenskrar náttúru í morgun, það var fimm jökla sýn úr Borgarfirði, þar sem sól og blíða brosti við okkur þegar við lögðum af stað til vinnu um sex leytið. Það var ekki fyrr en undir Hafnarfjalli sem við ókum undir skýjabakkann, sem lá eins og mara yfir höfuðborgarsvæðinu. Mér sýnist á spám að helgin verði góð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst seint í rassinn gripið, en vantar ekki hið geysifallega orð, Olnboga?

Höski 11.7.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Skemmtileg keppni Anna. Hér eru niðurstöður dómnefndarinnar í Berlín:

Andvari

Dalalæða

Eilífð

Friður

Hittiðfyrradagur

Hnúkaþeyr

Hrynjandi

Ljósmóðir

Mamma

Þoka

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.7.2007 kl. 13:53

3 identicon

Þetta þykir mér skemmtileg keppni

Ég kem auðvitað allt of seint inn í hana og finnst sárt að sjá ekki orðið "andrá" - það hefði orðið mitt framlag.

Ég ætla bara að velja þrjú orð: 

Dalalæða

Þýða

Hrynjandi

Bestu kveðjur

Hrafnhildur R 

Hrafnhildur Ragnarsdóttir 11.7.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Birta

dalalæða

jólasnjór

kærleikur

friður

farsæld

smá innlegg

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 16:01

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, ég er hálf skotin í nýju orðunum en línur eru verulega farnar að skýrast varðandi vinsælustu orðin. Eftir pool-ið með vinnufélögunum í kvöld þarf ég sannarlega að fara að telja, eða jafnvel fyrr.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.7.2007 kl. 18:06

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kærleikur og andvari ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2007 kl. 19:31

7 identicon

Blær

Aðalheiður Þorgrímsdóttir 11.7.2007 kl. 20:13

8 identicon

1) ljósmóðir

2) andvari

3) blær

4) Fóstra (sem reyndar er ekki á listanum)

5) mamma

Guðrún Einarsdóttir 11.7.2007 kl. 22:51

9 Smámynd: Halla Rut

Hrynjandi minnir mig á hina stórbrotinu  Íslensku náttúru og hið sérstæða harða íslenska mál. Hrynjandi er númer 1.

Dalalæða minnir mig svo á sveitina og friðinn sem kemur yfir mann þegar maður lítur yfir landið. Dalalæða númer 2.

Skemmtileg keppni. Ég mun Fylgjast með. 



Halla Rut , 11.7.2007 kl. 23:24

10 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Ljósmóðir er mjög fallegt orð líka kærleikur

Sólrún Guðjónsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband