Himinlifandi yfir þátttökunni og handviss um að í þetta sinn finnum við fegursta orð íslenskrar tungu - leitin er hálfnuð

Nú er leitin að fegursta orði íslenskrar tungu rétt um hálfnuð. Tilnefningar nálgast hundraðið, þar af náðu 87 tímanlega inn í keppnina. Atkvæði dreifast mjög mikið ennþá, en samt eru línur rétt að byrja að skýrast. Listinn er í þriðja bloggi hér frá og ég held áfram að uppfæra hann þar enn um sinn, en afrita hann svo þegar á þarf að halda. Á fimmtudagskvöldið (miðnætti) ætti að liggja ljóst fyrir hvaða 10 orð hafa náð inn í úrslitakeppnina, sem verður haldin á skoðanakannanasvæðinu hér til hliðar. Ef nokkur orð verða jöfn í neðri sætunum (af þeim 10 efstu) verður eflaust að kjósa milli þeirra í sólarhring í viðbót.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hér kemur listinn minn:

djúp - ljóð - ljósmóðir - ljósvaki - móðir - nótt - svif - unaður - yndi - þel

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.7.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Andvari, baugalín, gæska, hnúkaþeyr, hunang, ljósmóðir, ljúflingur, svif, sæll, undur.

Skemmtilegur leikur/framtak.

Edda Agnarsdóttir, 10.7.2007 kl. 15:20

3 identicon

dalalæða,vera,móðurlíf,fylgja,þoka,heiði,þel,,djúpúðga.

erfitt að velja eitthvert eitt.

Margrét Pétursdóttir 10.7.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Himinblámi, andvari, dalalæða, svif, baugalín, undur.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:00

5 identicon

Anna mín kæra. Þú hefur gleymt að setja orðið ÆÐRULEYSI á listann þinn!

knús

anna frænka þín

Anna 10.7.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það er rétt, æðruleysið vantar. Kannski höldum við svona keppni aftur einhvern tíma þegar æðruleysið gleymist ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.7.2007 kl. 00:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband