Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Himinlifandi yfir þátttökunni og handviss um að í þetta sinn finnum við fegursta orð íslenskrar tungu - leitin er hálfnuð
10.7.2007 | 01:01
Nú er leitin að fegursta orði íslenskrar tungu rétt um hálfnuð. Tilnefningar nálgast hundraðið, þar af náðu 87 tímanlega inn í keppnina. Atkvæði dreifast mjög mikið ennþá, en samt eru línur rétt að byrja að skýrast. Listinn er í þriðja bloggi hér frá og ég held áfram að uppfæra hann þar enn um sinn, en afrita hann svo þegar á þarf að halda. Á fimmtudagskvöldið (miðnætti) ætti að liggja ljóst fyrir hvaða 10 orð hafa náð inn í úrslitakeppnina, sem verður haldin á skoðanakannanasvæðinu hér til hliðar. Ef nokkur orð verða jöfn í neðri sætunum (af þeim 10 efstu) verður eflaust að kjósa milli þeirra í sólarhring í viðbót.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hér kemur listinn minn:
djúp - ljóð - ljósmóðir - ljósvaki - móðir - nótt - svif - unaður - yndi - þel
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.7.2007 kl. 13:58
Andvari, baugalín, gæska, hnúkaþeyr, hunang, ljósmóðir, ljúflingur, svif, sæll, undur.
Skemmtilegur leikur/framtak.
Edda Agnarsdóttir, 10.7.2007 kl. 15:20
dalalæða,vera,móðurlíf,fylgja,þoka,heiði,þel,,djúpúðga.
erfitt að velja eitthvert eitt.
Margrét Pétursdóttir 10.7.2007 kl. 15:54
Himinblámi, andvari, dalalæða, svif, baugalín, undur.
Sigríður Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 22:00
Anna mín kæra. Þú hefur gleymt að setja orðið ÆÐRULEYSI á listann þinn!
knús
anna frænka þín
Anna 10.7.2007 kl. 22:21
Já, það er rétt, æðruleysið vantar. Kannski höldum við svona keppni aftur einhvern tíma þegar æðruleysið gleymist ekki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.7.2007 kl. 00:00