Hver og einn má styðja 1-10 orð í milliriðlum í keppninni um fegursta orð íslenskrar tugu

Orð eru vandmeðfarin. Ég sé að ég hef skrifað frekar óljóst um það hvernig velja á þau 10 orð sem fara í lokakeppnina um fegursta orð íslenskrar tungu. Hver og einn má styðja 1-10 orð í lokakeppnina (hámark 10 til að ég nái að halda utan um öll atkvæðin). Listinn er í næsta bloggi á undan og endilega verið dugleg að styðja ,,ykkar" orð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Hér koma mín 10 atkvæði, aðgreint með litum hvað ég var búin að styðja/tilnefna áður. 

  • Andvari
  • Baugalín
  • Boðberi
  • Hrynjandi
  • Ljósmóðir
  • Sólskríkja
  • Undur
  • Straumur - mín tilnefning
  • Streymi - mín tilnefning
  • Öndvegi - búin tilkynna stuðning við það áður

krossgata, 9.7.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: krossgata

Nú.... litadæmið ekki að virka í ummælakerfinu.  En ég var líka búin að aðgreina þetta í orðum.  Heppin

krossgata, 9.7.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, nú eru línurnar aðeins að skýrast, ég er spennt að sjá hvernig þetta verður, margt sem kemur á óvart, og það er mest gaman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 18:39

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Virkaði fullkomlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 18:41

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hér eru mín orð í stafróðsröð

Ást

Frelsi

Friður

Gleði

Kærleikur

Líf

Ljósmóðir

Ljósvaki

Viska

Von



Kristján Kristjánsson, 9.7.2007 kl. 18:47

6 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þá meina ég þau orð sem mér finnst fallgegust

Kristján Kristjánsson, 9.7.2007 kl. 18:48

7 identicon

Ég styð orðið „ljósmóðir“ í fyrsta sæti og „sæll“ í annað sæti. Hugsið ykkur ef orðið „yfirsetukona“ hefði náð fótfestu í staðinn fyrir móðurina sem tekur á móti ljósinu! Orðið „sæll“ finnst mér líka fallegt, auk þess sem orðið er þrungið dýpri merkingu. Í rauninni vantar orðið „blessaður“ hérna að ofan til að fullkomna kveðjuna.

(Set þetta aftur inn, því þetta fór á ranga dagsetningu áðan)

GG 9.7.2007 kl. 19:01

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Orð og samkennd.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 19:18

9 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Þessi orð finnst mér fallegust:

Firrð

Djúp

Líf

Nótt

Með kveðju :)

Thelma Ásdísardóttir, 9.7.2007 kl. 20:31

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk öll, það er svo gaman að taka við og sjá hvernig þetta þróast.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 20:41

11 identicon

 Kvitt og kveðja frá Essex  Hér eru mín orð í röð eftir fegurð:

hrynjandi 

Gleði

dögg

gæska

djúp

eilífð

dásemd

firrð

andvari

fjarski

Anna Ólafsdóttir (anno) 9.7.2007 kl. 22:04

12 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Hér eru mín 10 orð........ég saknaði orðsins "unun"  sem er mitt uppáhaldsorð.

blikur

blær

djúp

kona

ljósmóðir

mamma ´

óðfluga

undur

von yndi

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:17

13 identicon

Barn
Ljósmóðir
Líf
Móðir.
Skemmtilega skyld orð allt saman. Svona er ég væmin.

Maja Solla 9.7.2007 kl. 22:43

14 identicon

Ég er haldin orðadýrkun og sanka að mér orðum hingað og þangað í skissubækurnar mínar. Hinsvegar ætla ég bara að henda inn einu hér í bili.

Doðrantur .

Ragga 9.7.2007 kl. 23:38

15 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Glæsilegt. Enn dreifast atkvæðin mikið á orðin 87 (held þau séu svo mörg) en ljósmóðir hefur enn forystuna og kærleikur næstur á eftir, þessi eru í sérflokki. Svo koma von, djúp og andvari en önnur orð eru með 1-3 atkvæði. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.7.2007 kl. 00:47

16 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Afsakið, tók ekki eftir því að dalalæða er komin með 4 atkvæði.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.7.2007 kl. 00:51

17 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Líf er líka komið upp í 4 atkvæði. Of snemmt að segja að línur séu að skýrast, en vísbendingar eru þarna. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.7.2007 kl. 01:05

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mamma - Friður - Kærleikur

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2007 kl. 07:50

19 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Blær - Eilífð - Friður - Kærleikur - Líf - Ljósmóðir - Sumar - Undur - Von - Æska

Svala Jónsdóttir, 10.7.2007 kl. 09:59

20 identicon

Dalalæða

Fjóla

Guðmann Bragi 10.7.2007 kl. 13:42

21 identicon

Ljósmóðir er langbest en svo koma:

2. tafsa

3. drepa

4. hlanda

5. gaupa

6. kraðak

7. melludólgur

8. þreytandi

9. hola

10. hórumangari (það er áhugavert að tvö mismunandi orð sem merkja það sam komist á listann)

Putti 13.7.2007 kl. 19:36

22 identicon

ég ætlaði að segja "handa" en ekki "hlanda" enda er hlanda ekki alvöru orð heldur barnaorð. Hvernig væri að hafa keppni um fallegustu barnaorðin? Ég virðist einnig hafa gleymt að setja a fyrir aftan sam - auðvitað ætlaði ég að segja "sama" en ekki "sam". Stundum heldur fljótfærinn!

putti 13.7.2007 kl. 19:43

23 identicon

Mín tillaga er:

Andvari

Dögg

Frelsi

Friður

Himinblámi

Kærleikur

Ljósmóðir

Sólskríkja

Viska

Von

 kv, Bjarney

Bjarney 17.7.2007 kl. 13:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband