Veljið þau orð sem kosið verður um í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu - valið stendur næstu daga
9.7.2007 | 00:31
Á níunda tug tilnefninga hafa komið í keppnina um fegursta orð íslenskrar tungu. Hér að neðan er listinn en látið vita ef ég hef misst af einhverri tilnefningu. Nýjar tilnefningar eru hins vegar ekki leyfðar lengur. Næstu daga (fram á fimmtudagskvöld) bið ég ykkur að velja þau 10 orð sem þið styðjið í þessari keppni og láta vita í athugasemdakerfinu. Nú þegar hafa 7 manns lýst yfir stuðningi við orðin kærleikur og ljósmóðir. Allar tilnefningarnar komu í athugasemdakerfið, nema sigurvegari úr miklu minni keppni sem var haldin fyrir ári, blikur.
Almætti |
Andvari (5) |
Ást (3) |
Barn (2) |
Baugalín (2) |
Ber Blikur (2) Blær(3) |
Boðberi (2) |
Brigsl |
Dalalæða (4) |
Dásemd(2) |
Dís (2) |
Djúp (5) |
Dögg (2) |
Eilífð (3) |
Eirð |
Englasöngur |
Firrð (3) |
Fjaðrablik (2) |
Fjalldrapi |
Fjarski (2) |
Fjóla Frelsi (2) Friður (3) |
Gjálífi |
Gleði (2) |
Gæska (3) |
Himinblámi (2) |
Hittiðfyrradagur |
Hjálpsemi Hnúkaþeyr |
Hógværð |
Hrynjandi (3) |
Hunang |
Hvanndalafossar |
Jæja |
Kakkalakki |
Kona (2) |
Kærkominn |
Kærleikur (8) Líf (4) |
Ljóð |
Ljósmóðir (12) |
Ljósvaki (2) |
Ljúflingur |
Mamma (2) Miskunn |
Morgunroði |
Móðir (2) |
Nauðlending |
Nenna |
Nótt (3) |
Orð (2) |
Óðfluga (2) |
Óstjórn Röst |
Samhygð |
Samkennd (3) |
Samstarf |
Skrautfjöður |
Snjóþekja Sonatorrek |
Sól |
Sólargeisli |
Sólskríkja (2) |
Straumur |
Streymi Sumar |
Svif |
Sæll (2) |
Taktur |
Túnfífill |
Unaður (2) Undur (2) |
Vinabönd |
Vinátta (2) |
Viska (3) |
Von (5) |
Vor |
Yndi (2) |
Þel (2) |
Þingvellir |
Þoka |
Þýða Æska |
Öndvegi (2) |
Flokkur: Menning og listir | Breytt 10.7.2007 kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Jæja, þá er komið að því
að velja fegursta orðið í íslenskri tungu, skv. orðasamkeppni þinni, Anna mín Ól. Ég hef misskilið þetta í upphafi, þegar ég lagði fram mína tillögu, hélt að vera væri að kjósa um besta orðið og lagði því fram orðið jæja, sem að mínu viti er eitthvert fjölhæfasta orð sem við höfum yfir að ráða og þar með eitt hið besta.
En fegurst verður það seint.
Jæja, hvað um það, ég hef ákveðið að leggja mitt ljóð á vogarskálina og velja orðið „vinátta“ sem fegursta orðið íslenskrar tungu, valið út af lista þínum. Rökstuðningur: Þetta er orð sem fer vel í munni, er fallegt á pappír og merkingin er ótvírætt góð -- með góðan boðskap.
Svo arkar að auðnu með endanlega niðurstöðu. Einhvern veginn býður mér í grun að ég verði ekkert endilega sammála endanlegri niðurstöðu. Þá get ég dæst „jæja“ -- og snúið mér svo á öðru. Eða, ef mér þykir hún ekki fráleit, get ég kinkað kolli við tölvunni og sagt: Jæja -- verra gat það verið!
Jæja, höfum þetta gott núna.
Sigurður Hreiðar, 9.7.2007 kl. 09:01
Vinátta hækkar í 2 atkvæði. Mér finnst jæja reyndar fallegt orð, af því mér finnst húmor fallegur. Vissirðu að Færeyingar kalla Íslendinga jæjana?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 10:03
Nei, ég vissi það ekki. Hélt að þeir kölluðu okkur Jáara.
Sigurður Hreiðar, 9.7.2007 kl. 15:21
Bíddu, eigum við að velja tíu orð? Ekki bara eitt? Jæja, ég vel þá tíu orð: andvari, ást, blær, dís, djúp, fjaðrablik, friður, himinblámi, von og þel. Ef ég misskildi og átti bara að velja eitt þá vel ég himinblámann. Það hefur ekkert með merkinguna að gera, bara hljóðfræðina. Fallegt fjögurra atkvæða orð með löngu sérhljóði, tvíhljóði og fjórum hljómendum. Flott maður.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.7.2007 kl. 16:02
Mér þykir orðið "fjörbrot" alltaf vera helvíti magnað. -Þegar skepna er í fjörbrotum. Orðið "Sólstafur" þykir mér fagurt sem orðið "fjölskylda", sem vísar í þær mörgu skyldur gangvart fólkinu sínu sem hver og einn þarf að uppfylla.
-Skemmtileg keppni Anna..
Teitur Atlason 9.7.2007 kl. 16:31
Þið megið velja eins mörg orð og þið viljið, en lokaniðurstaðan mín verður að 10 vinsælustu orðin fara í skoðanakönnunina sem ræður úrslitum. Núna eru sem sagt undanúrslitin.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 18:00
Flott orð, fjörbrot, en núna er ég búin að loka fyrir nýjar tilnefningar og verð víst að láta jafnt yfir alla ganga, þótt ég sé skotin í orðunum.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 18:03
Ég styð orðið „ljósmóðir“ í fyrsta sæti og „sæll“ í annað sæti. Hugsið ykkur er orðið „yfirsetukona“ hefði náð fótfestu í staðinn fyrir móðurina sem tekur á móti ljósinu! Orðið „sæll“ finnst mér líka fallegt, auk þess sem orðið er þrungið dýpri merkingu. Í rauninni vantar orðið „blessaður“ hérna að ofan til að fullkomna kveðjuna.
GG 9.7.2007 kl. 18:54
Ég styð orðið "ljósmóðir" í fyrsta sæti og svo eftirfarandi í þeirri röð sem þau koma fyrir: móðir, barn, morgunroði, andvari, kærleikur, ást, dalalæða, eilífð og himinblámi.
G.J.J. 10.7.2007 kl. 08:38
Sæl Anna.
Orðið Dalalæða finnst mér mjög gott orð enda svolítil dulúð eða jafnvel dramatík í dalalæðu. Orðið ljúflingur er gaman að segja. Sólageisli er sjálft lífið. Síðan koma hjá mér orðin blær, hrynjandi og nótt.
Jóhanna 10.7.2007 kl. 09:11
1. Almætti 2. Dalalæða 3. Sólskríkja 4. Sonatorrek 5. Ljósmóðir
Valborg 10.7.2007 kl. 10:14
hvað með Gleymérei ?
sunna 10.7.2007 kl. 12:51
Ég veit ég er of sein en langar að lýsa yfir aðdáun minni á framtaki þínu og minna á fallega orðið ástúð sem Hörður Torfa stakk upp á og mér finnst vanta í upptalninguna. Ég hefði kosið það og svo mamma sem mér þykir alltaf svo dásamlegt orð.
Halla 10.7.2007 kl. 14:49
Ljúflingur er yndislegt orð og eitthvað svo gott að segja það. Líka falleg merking þess.
Streymi, hunang, fjarski, himinblámi.
Þetta eru mínar tilnefningar.
Ef ég hefi vitað af þessari skemmtilegu kosningu fyrr hefði ég viljað sjá orðið ögurstund þarna á meðal.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 17:27
Andvari, blær, dalalæða, djúp, fjaðrablik, fjalldrapi, ljósvaki, morgunroði, snjóþekja, þel
Með kveðjum að norðan
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 10.7.2007 kl. 21:29
frábær keppni, vel þann sem ekkert hefur fengið og er yndislegt orð !
Ljósvaki
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 07:11
Ég set ljósmóðurina í fyrsta sæti hjá mér enda stakk ég upp á því sem fallegasta orðinu mínu. Sé samt að hin tillagan mín, kakkalakki, fær lítinn sem engan hljómgrunn hjá fólki. Skil það bara ekki
Ibba Sig., 11.7.2007 kl. 11:24
hvað með himbrimi?
Arnar (þú þekkir mig ekki) 19.7.2007 kl. 19:31