Núna eru aðeins tæpir tveir tímar til miðnættis og þá hætti ég að taka við tilnefningum um fegursta orð íslenskrar tungu. Þá hefst kapphlaupið hvaða orð komast í aðalkeppnina. Mörg skemmtileg orð hafa fengið tilnefningu, falleg, skrýtin, óvenjuleg og formfögur. Þegar ég sá að kakkalakki var tilnefnt, þá rifjaðist upp fyrir mér mjög skemmtilegur atburður sem gerðist hálfa leið uppi í Hekluhlíðum þegar ég var þar á ferð með tveimur finnskum vinum mínum. Kónguló, sagði ég þegar ég var beðin um að segja þeim hvað ,,spider" væri á íslensku. Kónguló, kónguló, sögðu þeir og hlógu svo rosalega að ég var að hugsa um hvað í ósköpunum þetta þýddi á finnsku.
En orð eru ekki allt, þótt þau séu virkilega merkileg fyrirbæri. Ég er auðvitað enn í losti yfir dóminum yfir nauðgaranum á Hótel Sögu og svo finnst mér auðvitað mjög erfitt að sjávarútvegsmálin skuli vera í jafn mikilli kvótakreppu og raun ber vitni. Mótvægisaðgerðir eru ekki sérlega skýrar enn, þannig að þetta er auðvitað svolítið óskýrt.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Athugasemdir
Takk, þetta eru seinustu tilnefningarnar - góð viðbót. Og nú hefst næsti fasi, að velja tíu orð sem kosið verður á milli
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2007 kl. 00:17
Nokkur góð orð sem mér finnst vanta í upptalninguna:
Fingurgómar
Sjálfhelda
Smásmuguleg/ur
Smásmuguleg athugasemd:
Gleym-mér-ei er ekki orð heldur heiti á plöntu
kv
Ásdís
Ásdís Ingólfsdóttir 20.7.2007 kl. 18:04