Frumlegar, skemmtilegar og nýjar tilnefningar í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu

Það er ekkert smá skemmtilegt að sjá tilraunina sína um að finna fegursta orð íslenskrar tungu komna á fljúgandi flug. Enn eru að koma inn tilnefningar - en ég tók kúnstpásu og ákvað að sofa aðeins í stað þess að blogga í gærkvöldi - af því flugi dóttur minnar frá Köben seinkaði allverulega. Þannig að um þrjú leytið í nótt stóð ég frekar mikið syfjuð og beið eftir að hitta Ungverjann okkar í Leifsstöð. Var búin að kría út 2-3 tíma svefn og náði öðru eins fyrir vinnu, þannig að það er stundum gagnlegt að sleppa blogginu eitt og eitt kvöld.

En það liggur fyrir smá vinna að koma saman ábyrgum lista yfir allar tilnefningar g birta hér á blogginu, nokkur orð eru þegar orðin vinsælli en önnur, ég held að orðið ljósmóðir sé komið með forystuna. Enn er opið fyrir nýjar tilnefningar og verður fram á sunnudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gleym-mér-ei  Yndislega fallegt samsett orð og fallegt og sérstak nafn á blómi sem sumir telja illgresi.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 19:57

2 identicon

Almætti

Eilífð

Vinabönd

Anna 6.7.2007 kl. 20:21

3 identicon

Tek ennfremur undir tilnefningu við orðið LJÓSMÓÐIR sem er afar fallegt orð.

 Þau eru mörg falleg orðin:

æðruleysi

vizka

boðberi

Anna 6.7.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleym-mér-ei komst líka svo ljómandi nálægt því að sigra keppnina um þjóðarblómið, ég hélt með henni þegar blágresið var dottið út. Enda elska ég blá blóm og bý í Blátúni, sem heitir í höfuðið á Blátúni sem var við Kaplaskjólsveg. Skoðanirnar eru kannski meira grænar og rauðar en blá blóm eru ómótstæðileg.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.7.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þá er það ákveðið

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 23:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband