Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 575863
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Frumlegar, skemmtilegar og nýjar tilnefningar í keppninni um fegursta orð íslenskrar tungu
6.7.2007 | 18:29
Það er ekkert smá skemmtilegt að sjá tilraunina sína um að finna fegursta orð íslenskrar tungu komna á fljúgandi flug. Enn eru að koma inn tilnefningar - en ég tók kúnstpásu og ákvað að sofa aðeins í stað þess að blogga í gærkvöldi - af því flugi dóttur minnar frá Köben seinkaði allverulega. Þannig að um þrjú leytið í nótt stóð ég frekar mikið syfjuð og beið eftir að hitta Ungverjann okkar í Leifsstöð. Var búin að kría út 2-3 tíma svefn og náði öðru eins fyrir vinnu, þannig að það er stundum gagnlegt að sleppa blogginu eitt og eitt kvöld.
En það liggur fyrir smá vinna að koma saman ábyrgum lista yfir allar tilnefningar g birta hér á blogginu, nokkur orð eru þegar orðin vinsælli en önnur, ég held að orðið ljósmóðir sé komið með forystuna. Enn er opið fyrir nýjar tilnefningar og verður fram á sunnudagskvöld.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Gleym-mér-ei Yndislega fallegt samsett orð og fallegt og sérstak nafn á blómi sem sumir telja illgresi.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 19:57
Almætti
Eilífð
Vinabönd
Anna 6.7.2007 kl. 20:21
Tek ennfremur undir tilnefningu við orðið LJÓSMÓÐIR sem er afar fallegt orð.
Þau eru mörg falleg orðin:
æðruleysi
vizka
boðberi
Anna 6.7.2007 kl. 20:26
Gleym-mér-ei komst líka svo ljómandi nálægt því að sigra keppnina um þjóðarblómið, ég hélt með henni þegar blágresið var dottið út. Enda elska ég blá blóm og bý í Blátúni, sem heitir í höfuðið á Blátúni sem var við Kaplaskjólsveg. Skoðanirnar eru kannski meira grænar og rauðar en blá blóm eru ómótstæðileg.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.7.2007 kl. 23:18
þá er það ákveðið
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 23:44