Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 575862
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Viðbrögðin við beiðni minni um að tilnefna fegursta orð íslenskrar tungu hafa verið mjög góð. Ég lofaði að birta tilnefningar jafnóðum og hér er afraksturinn í lok 4. júlí.
Jæja
Nenna
Óstjórn
Samstarf
Samkennd
Ljósmóðir (3)
Öndvegi
Unaður (2)
Kærleikur
Ást
Sól
Vor
Óðfluga
Orð
Yndi
Fjóla
Dís
Taktur
Sólskríkja
Mamma
Ljúflingur
Tekið verður við fleiri tilnefningum fram á sunnudagskvöld í athugasemdum við þessa færslu eða næstu á undan. Þá tekur við stutt tímabil þar sem fólk getur lýst yfir stuðningi sínum við einstakar tilnefningar. Tvö orð hafa nú þegar fengið fleiri en eitt atkvæði.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 02:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Ég tilnefni orðið von, það ætti að vera á listanum.
Kristján Hrannar Pálsson, 5.7.2007 kl. 08:34
Mildungur minn
Orðið ,,Kona" er einnig mjög fallegt og innihaldsríkt.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 5.7.2007 kl. 09:39
Ég vel orðið - BER - það hefur svo skemmtilega margar meiningar.
Hafsteinn Sigmarsson 5.7.2007 kl. 09:41
Mér finnst orðin DJÚP og SVIF mjög falleg orð í tengslum við sjóinn, í tengslum við plöntur er orðið fjalldrapi og dögg falleg. Ég á erfitt með að gera upp á milli orða! Bestu kveðjur
Anna
Anna Karlsdóttir, 5.7.2007 kl. 10:56
Sjólargeisli.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:30
Ég legg orð í belg og tilnefni orðið MÓÐIR
Anna Guðjóns 5.7.2007 kl. 12:02
Takk fyrir sniðuga hugmynd Anna
Ég vil tilnefna orðið fagra sem Jónas Hallgrímsson kom fram með, fyrstur manna að ég held, en það er "ljósvaki".
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.7.2007 kl. 12:09
HVAÐ UM HITTIÐFYRRADAG?
Unnur 5.7.2007 kl. 15:43
Nótt er fallegt orð.
Ari 5.7.2007 kl. 18:33
Úps,líklega átti tilnefning mín að lenda hér en mig langaði að bæta einu orði við.
Gæska. Merking þess nær yfir svo margt.
Báran, 5.7.2007 kl. 18:45
Eiga tilnefningarnar að byggjast á merkingarlegri fegurð, eða hljóðfræðilegri?
Þar sem ég hallast nú að því að þú eigir við hljóðfræðilega fegurð sjálfstæðs orðs, ætla ég að leyfa mér að tilnefna tvö slík orð:
1. Dalalæða
2. Hvanndalafossar
Bergþóra Jónsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:17
Ég er hrifin af orðinu "gleði" - lífið er svo mikið betra ef maður er glaður.
Kærar kveðjur frá Kanada
Sigga Mac 5.7.2007 kl. 23:37
Þoka
Þýða
Ljóð
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.7.2007 kl. 23:55
Ljósmóðir er rosa fallegt orð. Kakkalakki er skemmtilegt orð.
Ibba Sig., 6.7.2007 kl. 00:08
kærleikur er hljómfagurt orð yfir tilfinningar sem hafa stjórnað gjörðum okkar til góðs og jafnvel náð að flytja fjöll þegar öll sund virtust lokuð.
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 6.7.2007 kl. 00:27
Mig langar að stinga uppá orðunum Dásamlegt og Barn.
Veit ekki hvort það var búið að koma.
Maja Solla 6.7.2007 kl. 01:14
Greiði atkvæði með orðinu kærleikur.
Finnst líka dalalæða æðislega flott orð.
Samkennd eða öllu heldur samhyggð eru líka flott
Kærleikskveðja Ása Hildur
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 6.7.2007 kl. 02:39
Eilífð er skemmtilegt orð með fallega merkingu.
Orðið gjálífi er líka flott orð, sem og hógværð.
Svala Jónsdóttir, 6.7.2007 kl. 11:59
Er alltaf svolítið hryfin af orðinu "baugalín", bæði hljómþýtt og fallegt
Kristbjörg 6.7.2007 kl. 19:22
Afsakið ég er auðvitað hrifin en ekki hryfin
Kristbjörg 6.7.2007 kl. 19:31
Hrynjandi er fallegt. Það er eins í öllum föllum og vísar til þess sem við öll erum að berjast við að ná. Að vera i takt og jafnvægi.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2007 kl. 20:51
Ég tilnefni orðið eða kveðjuna "sæll". Fá tungumál hafa yfir að búa jafn fallegri kveðju.
S.
Stefán 6.7.2007 kl. 21:07
Hunang vegna þess að það er bæði gott í te og fallegt ávarpsorð þegar maður talar við einhvern kærkominn...
Inga Auðbjörg, 7.7.2007 kl. 02:14
kærkominn? ég meina nákominn... og kæran manni... sum sé kærkominn. Ég er komin í hring...
Inga Auðbjörg, 7.7.2007 kl. 02:14
Vinátta og hjálpsemi
Hvar væri þessi veröld ef við gætum öll verið vinir og hjálpuðum hvert öðru á öllum sviðum mannlífsins. þá væri ekkert stríð, enginn svangur, enginn lagður í einelti, o.s.frv. Værum við þá bara ekki komin í himnaríki stað alsælunnar. :)))))))))
Jóhanna 7.7.2007 kl. 08:40