Tilnefnið fegursta orð íslenskrar tungu
4.7.2007 | 18:48
Eins og ég lýsti á blogginu í gær þá hef ég gert tvær mis-mislukkaðar tilraunir til að koma á keppni um hvert sé fegursta orð íslenskrar tungu. Fékk bara nokkuð góðar undirtektir og þar af leiðandi ætla ég að reyna í þriðja sinn, allt er þegar þrennt er. Bún að fá tvær tilnefningar, mjög skemmtilegar:
Jæja og nenna
Flott orð. Á hinu blogginu mínu var kominn vísir að vinsældarlista íslenskra orða þannig að ég á smávegis í handraðanum. En hér er fyrirkomulagið:
1. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar, endilega setjið tilnefningar í athugasemdir.
2. Nýjustu tilefningar eru kynntar jafnóðum.
3. Endilega lýsið yfir stuðningi við einstök orð.
4. Þegar marktækur hópur orða liggur fyrir (helst með stuðningi sem flestra) þá eru þau vinsælustu sett á skoðanakönnunarsvæðið.
5. Svo er bara að sjá hvernig atkvæðin leggjast ... og sigurvegarinn verður kynntur í lokin.
6. Það fer eftir þátttöku hve lengi hægt verður að setja inn tilnefningar og hvenær úrslit liggja fyrir.
Og svo bara bíð ég eftir tilnefningum!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Facebook
Athugasemdir
Hvad um ostjorn?????
Ásta Björk Solis, 4.7.2007 kl. 19:08
Set það á listann, takk fyrir tilnefninguna ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.7.2007 kl. 19:20
Samstarf
"Þeim Guð hefur mikla gæfu veitt sem gleði finna vinna við STÖRFIN sín" kvað Kristján frá Djúpalæk.
Íslensk þjóðarsál þarf á SAMSTARFI að halda í stað þeirrar stjórnlausu dýrkunar á samkeppni sem nú viðgengst.
Óþekktur Íslendingur 4.7.2007 kl. 20:07
Flottar tilnefningar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.7.2007 kl. 20:16
Samkennd er eitt af minum uppáhalds.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 21:42
Mér hefur alltaf þótt orðið „ljósmóðir“ afar fallegt orð.
GG 4.7.2007 kl. 21:52
Öndvegi er mitt uppáhaldsorð. Öndvegiskona, öndvegismaður, öndvegissúla,
Aðalheiður Ámundadóttir, 4.7.2007 kl. 22:18
Góð hugmynd hjá þér að velja fegursta orð íslenskrar tungu!
Mér dettur í hug orðin unaður, kærleikur, ást, sól og vor. Tek einnig undir með GG hér að ofan og styð tilnefninguna á orðinu ljósmóðir.
Björg K. Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 00:12
óðfluga
Hrannar Baldursson, 5.7.2007 kl. 00:40
Flott orð og fjölbreytt, hlakka til að halda áfram með þetta og taka á móti fleiri tilnefningum, svo kemur annar hlutinn, að taka afstöðu til tilnefndra orða og loks kosningin sjálf.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.7.2007 kl. 01:11
Orð..
hið fyrsta orð var hjá Guði .. orð eru til alls fyrst ... orðabók (alfræðirit yfir orð).. orðhákur.. orðlaus (það er nú sjaldan hjá mér). Svo fá menn Orður.. eru orðaðir við hitt og þetta.
Ester Sveinbjarnardóttir, 5.7.2007 kl. 01:20
Styð orðið unaður, en vil frá eigin brjósti leggja til yndi, fjóla og dís.
Hallgrímur P Helgason, 5.7.2007 kl. 01:37
Taktur
(Í upphafi var takturinn og takturinn var hjá guði.)
skúmur 5.7.2007 kl. 01:49
Sólskríkja er líka ótrúlega fallegt.
skúmur 5.7.2007 kl. 01:53
Fallegasta orð í íslenskri tungu er: Mamma
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.7.2007 kl. 01:57
Aha skemmtilegur leikur. Ég verð að taka undir orðið ljósmóðir. "Ljúflingur" er mér líka ofarlega í huga.
Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 02:04
Mér finnst orðið fóstra mjög fallegt, bæði orðið sjálft og merking þess og mjög leitt að þessu starfsheiti hafi verið breytt í leikskólakennari!
Þorgerður Gísladóttir 5.7.2007 kl. 13:34
Mig langar að leggja til eitt enn...af svo mörgum.
Gæska. Merking þess nær yfir svo margt...
Báran, 5.7.2007 kl. 18:32
ástúð, umhyggja og depilhögg eru orð sem komu strax upp í hugann - bara til að vera með því hugmyndin er skemmtilega góð :)
Hörður Torfa 6.7.2007 kl. 21:15