Gott viđtal viđ Ingibjörgu Sólrúnu
4.7.2007 | 17:14
Síđdegisútvarpiđ á rás 2 tók viđtal viđ Ingibjörgu Sólrúnu í tilefni af ferđ hennar sem utanríkisráđherra til Afríku ţar sem henni tókst ađ hitta flesta eđa alla Afríkuleiđtogana á einu bretti. Hef áđur lýst ánćgju minni međ ţá sýn sem fram kom um daginn hjá henni um ađ ţađ geti veriđ frambođi Íslands í vil ađ landiđ er utan Evrópusambandsins. Međ ţví er ég ekki ađ leggja dóm á hversu heppilegt er ađ Ísland fari í ţá stöđu, međan viđ erum svona óttalega höll undir utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
En ţađ er annađ úr ţessari för sem mér fannst gott ađ heyra, ţađ var hreinlega tónninn í viđtalinu. Ţađ er ekkert launungarmál ađ Íslendingar hafa veriđ miklir eftirbátar nágrannaţjóđanna í framlagi til ţróunarađstođar og ţađ er greinilegt ađ nýr utanríkisráđherra okkar er ekki par stolt af ţví. Finnst reyndar markmiđin um ađ komast upp í 0.35 % af ţjóđarframleiđslu á nćstu árum greinilega ekkert of metnađarfull. Ţađ var talsverđur sannfćringarkraftur í ţví ţegar hún sagđi ađ Íslendingar hafi sko alveg efni á ţessu. Ég hef talsverđa trú á ađ hún eigi eftir ađ vekja Íslendinga upp af ţessum skammarlega dođa og reyndar er ég ekki frá ţví ađ forsćtisráđherra gćti veriđ sama sinnis, ţótt flokkssystkini beggja dragi kannski lappirnar. Flott! Og svo benti hún á skemmtilegt atriđi, stemmningin hafđi nefnilega minnt hana á kvennabaráttuna, nýtt og baráttuglatt afl. Og léti Evrópu virka eins og miđaldra karl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook