Hiti í hitaveituumræðu og einkavæðing orkufyrirtækja orkar tvímælis

Alvarleiki umræðunnar um afdrif Hitaveitu Suðurnesja - sem ég held að verði ákveðinn prófsteinn á fyrir hvað þessi ríkisstjórn stendur (ef hún nær að sameinast um það) - hvarf aðeins í orðaflipp á ríkissjónvarpinu í kvöld. Þar var sagt frá því að hiti væri í hitaveituumræðunni og einkavæðing orkufyrirækjanna orkaði tvímælis að mati viðskiptaráðherra. Með þessu áframhaldi má skera verulega niður þau orð sem not eru fyrir í hverri frétt fyrir sig. En aðallega skiptir þó máli hver niðurstaða þessa máls verður. Eftir öll trikk og plott og þegar allir eru búnir að nota forkaupsréttinn sinn (í hlutfalli við eignarhluta) þá verður mórallinn í sögunni kannski samt sá að Suðurnesjabær ráði ferðinni og afhendi einkaaðilum forræði orkufyrirtækisins, hvað sem það hefur nú í för með sér. Og stjórnin á að vera klofin í þessu eins og fleiru og fróðlegt að vita hvað kemur út úr því. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband