Hvað tónlist getur breytt öllu (líka því sem sólardagarnir breyttu)

Rétt áðan var ég að láta skýin rugla mig í ríminum en svo lenti ég á frábærum konsert á bloggi nöfnu minnar (anno) og það glaðnaði aðeins til. Mundi allt í einu eftir lagi sem ég setti inn á hitt bloggið mitt og verð eiginlega að koma á framfæri fyrir unnendur rapps frá Chile: Tiro de Gracia! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÐI! Tungumálið hæfir rappi alveg sérdeilis vel - eiginlega betur en ensku. TAKK!

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2007 kl. 02:08

2 identicon

talandi um bloggmál - Anna! muna að fallbeygja rétt  enskA

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2007 kl. 02:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Anna bara Ólafsdóttir þú ert að flippa.  Anna Ólafsdóttir og Björnsson, búin að vera á tónleikum hjá ykkur báðum nöfnum mínum.  Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2007 kl. 02:37

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ferlega skemmtilegt! ... ég fann Leningrad Cowboys á Youtube, með kór Rauða hersins! Algjör dýrð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2007 kl. 10:39

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er eitthvað alveg spes við tónlist (bæði í gamni og alvöru) - ég verð endilega að finna Leningrad Cowboys innslagið. Hugsa sé að hún Pirkko Liisa skuli hafa fattað eftir 20 ár (frá því við kynntumst) hvernig tónlist á að kynna fyrir okkur Íslendingum. Eins og þeir passi okkur sérstaklega vel, sérstaklega með kór Rauða hersins auðvitað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2007 kl. 11:52

6 identicon

Takk fyrir þessa hressingu Anna! Og fyrir gott og skemmtilegt blogg og nærveru yfirleitt. Hafðu það sem allra best í sólskininu og sumrinu og berðu góðar kveðjur til fjölskyldunnar.

Guðfríður Lilja 3.7.2007 kl. 14:38

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir mig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2007 kl. 19:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband