Undarlegt hvað nokkrir sólardagar geta breytt manni ...

Horfi á skýin undir svefinn. Var búin að steingleyma þeim. Undarlegt hvað nokkrir sólardagar geta breytt manni, ég sem fyrir stuttu tuðaði um snjólétt sumar, var farin að halda að svona yrði þetta bara í allt sumar, 15-20 stiga hiti og sól! Farin að plana það að ná tökum á golfinu, reyta kringum fallegu plötunurnar í garðinum, en sennilega verður það að bíða næstu sólartarnar. Ef hún kemur ... (þetta seinasta er hjátrú, ég er orðin svo bjartsýn á sumarið að ég vil ómögulega bera ábyrgð á langvinnri rigningartíð með óábyrgum fullyrðinum. Og af því ég trúi ekki á 7,9,13 þá verð ég bara að berja í tré og segja: Ef hún kemur ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hafa vaðið fyrir neðan sig. Hér fyrir norðan hefur deginum verið skipt nákvæmlega í tvennt veðurfarslega, þoka og kuldi fram til ca. 3, sól eftir það. Þetta er víst gert til að koma í veg fyrir að það fari að verða til svona væntingar eins og þú lýsir.

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Í lok apríl fór ég til Akureyrar, að vísu bara í 4 klukkutíma, og lenti í sólbaði úti á flugvelli vegna blessunarlegrar seinkunnar. Þannig að, komdu bara suður, og svo fer ég norður á bóginn (í Borgarfjörðinn) ef mér líkar ekki veðrið í bænum, það er oft skárra þar ;-) 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2007 kl. 01:55

3 identicon

Úr því þú nefnir það: Ég er akkúrat að fara suður og svo enn lengra suður á sunnudag, til Essex ... í rigninguna ... annars hefur sólaráhuginn farið þverrandi með árunum. Ef það er ekki hvasst og sæmilega milt er ég bara sæl með mitt. Stelpurnar mínar sjá um sólardeildina núna, tengist brúna litnum, sem eftir allt er víst ekki einu sinni merki um hreysti lengur heldur eitthvað hættulegt. Tímarnir breytast og....

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.7.2007 kl. 02:17

4 identicon

ÚÚÚ, bíð spennt eftir golfinu, þarf reyndar örugglega að fara fyrst og slá mig í æfingu...

Jóhanna 3.7.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Milt og gott er í lagi, sólin er hins vegar sérlegur vinur minn (vona ég). Góða ferð til Essex, England er alltaf gott. Og svo hlakka ég svoooooo til að spila við þig, Hanna mín, og pabba þinn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.7.2007 kl. 19:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband